Velkominn til starfa. Ég vona innilega að þú verðir farsæll í starfi en ég skal viðurkenna að ég er ekki full bjartsýni. Það er ástæða fyrir því að þú ert í þessu starfi. Þér ætti að vera sú ástæða ljós. Þá skil ég engan veginn hvernig hægt er að rökstyðja það með málefnalegum hætti að aðstoðarskólastjórastaða sé lögð niður þegar hægt er að búa til aðstoðarskólastjórastöðulíki strax á eftir. Ég vona að um þann rökstuðning verði beðið með formlegum hætti. Hitt er annað mál að þú sýndir sveitarstjórninni fingurinn og hún lýsti yfir fullum stuðningi við þig samt svo kannski er einhver töggur í þér. Það má vona. Það er eitt sem mig langar að biðja þig um. Viltu vinsamlegast fara vel yfir eineltismál í skólanum. Einelti hefur því miður verið vandi í Hafralækjarskóla. En honum hefur verið afneitað. Kallaður eitthvað annað eins og stríðni eða eitthvað þvíumlíkt. Það breytir engu um þá staðreynd að sumir nemendur skólans hafa upplifað mikið einelti. Og upplifa enn mikið eine
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.