Færslur

Sýnir færslur frá júní 7, 2015

Vinsamleg tilmæli til nýja skólastjórans

Mynd
Velkominn til starfa. Ég vona innilega að þú verðir farsæll í starfi en ég skal viðurkenna að ég er ekki full bjartsýni.   Það er ástæða fyrir því að þú ert í þessu starfi. Þér ætti að vera sú ástæða ljós. Þá skil ég engan veginn hvernig hægt er að rökstyðja það með málefnalegum hætti að aðstoðarskólastjórastaða sé lögð niður þegar hægt er að búa til aðstoðarskólastjórastöðulíki strax á eftir. Ég vona að um þann rökstuðning verði beðið með formlegum hætti. Hitt er annað mál að þú sýndir sveitarstjórninni fingurinn og hún lýsti yfir fullum stuðningi við þig samt svo kannski er einhver töggur í þér. Það má vona. Það er eitt sem mig langar að biðja þig um. Viltu vinsamlegast fara vel yfir eineltismál í skólanum. Einelti hefur því miður verið vandi í Hafralækjarskóla. En honum hefur verið afneitað. Kallaður eitthvað annað eins og stríðni eða eitthvað þvíumlíkt. Það breytir engu um þá staðreynd að sumir nemendur skólans hafa upplifað mikið einelti. Og upplifa enn mikið eine

Sambærilegt starf

Mynd
Þar sem nokkur umræða hefur spunnist um rétt einstaklinga til starfstilboða langar mig að leggja orð í belg. Þegar mitt starf var lagt niður 2010 stóð á þeim pappír sem ég fékk í hendur að ég hefði rétt til biðlauna, sem ég þáði, og að ég nyti forgangs í sambærilegt starf á vegum sveitarfélaga ef slíkt losnaði. Nú hef ég ekki haldið sérstaklega upp á uppsagnarbréfið, undarlegt nokk, en hægt er að sjá í Fundargerð fræðslunefndar frá 10.6.2013 að sama gilti um annan kennara. Nú er það ákveðið sjónarmið að vinna sé vinna. Hitt er annað mál að það er lítið réttlæti í því að einstaklingur sem hefur unnið sig upp í starfi og staðið sig vel skuli þurfa að sætta sig við minni ábyrgð, lægri laun og, já, að lækka í virðingarstiganum fyrir engar sakir aðrar en þær að starfið hans er lagt niður. Að því gefnu að hann fái starf áfram. Nú getum við haft hvaða skoðun á því sem við viljum. Mér fannst það t.d. fullkomlega skiljanlegt þegar þá menntaðasti starfsmaður og deildarstjóri st

Áríðandi skilaboð til grunnskólakennara landsins

Mynd
Nú hafa kennarar aldeilis lent í niðurskurði og hagræðingaraðgerðum með sameiningum skóla og niðurlagningu starfa. Þótt kennarar séu starfsmenn sveitarfélaga þá hafa Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70 frá 1996 verið látin gilda um þá sem misst hafa starf sitt. 34. gr. Nú er embætti lagt niður og skal þá embættismaður jafnan halda óbreyttum launakjörum er embættinu fylgdu í sex mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en ella í tólf mánuði, enda hafi hann þá ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því hvort það er á vegum ríkisins eða annars aðila. Nú tekur maður, er launagreiðslna nýtur skv. 1. mgr., við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila áður en liðinn er sex eða tólf mánaða tíminn, og skulu þá launagreiðslur samkvæmt þessari grein falla niður ef laun þau er nýja starfinu fylgja eru jöfn eða hærri en þau er hann naut í fyrra embætti. Ef launin í nýja starfinu eru lægri skal greið