Færslur

Sýnir færslur frá september 6, 2015

Það er vont og venst illa

Mynd
Jæja, þá eru þó nokkur sveitarfélög búin að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka á móti flóttamönnum. M.a. nágranni okkar Norðurþing . Er það vel. Þingeyjarsveit er ekki þar á meðal. Málefnið hefur ekki einu sinni verið rætt í sveitarstjórn. Við hefðum getað verið með þeim fyrstu . En auðvitað ekki, guð forði okkur nú frá því að gera eitthvað gott. Og alveg sérstaklega frá því að fjölga íbúum í Þingeyjarsveit. Hvorki með því að taka á móti flóttamönnum né ýta á kynjajafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins. Nei, við skulum endilega flæma stúlkurnar okkar í burtu og strákana á eftir. Höfum ekkert við þetta unga fólk að gera. Um daginn var fundur um Heimaslóðarverkefnið . Ekki sást þar einn einasti fulltrúi atvinnumálanefndar enda skiptir landbúnaður í Þingeyjarsveit engu máli. Þessir örfáu bændur skila hvort sem er svo litlu í útsvarskassann. Nei, atvinnumálanefnd er upptekin af ljósleiðaravæðingu af því það kemur ferðaþjónustunni svo vel að geta rukkað fyrir nettengingu í hver