Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 24, 2014

Það er gott

Mynd
Hólmfríður Bjartmarsdóttir Í gærkvöldi var fjölskyldunni boðið í mat sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Við keyrðum svo heim í ljósaskiptunum. Fegurðin heimsins var þvílík að konu setti hljóða. Ég hef þótt heldur neikvæð svo mig langar, af því að það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt, að nefna til það sem mér þykir gott við Þingeyjarsveit. Listakonan Fía á Sandi hefur næmt auga fyrir fegurð og fékk ég góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndir   Hólmfríður Bjartmarsdóttir Fyrstan ber vissulega að nefna rauðhærða bóndann sem hefur fært mér hamingjuna sjálfa með tilveru sinni. Þá koma drengirnir okkar, bornir og barnfæddir Þingeyjarsveitungar. Þeir eru tilgangur lífs míns. Í Þingeyjarsveit býr hamingja mín en sorg mín hvílir hér líka, litla englastúlkan mín í Þóroddsstaðarkirkjugarði. Hólmfríður Bjartmarsdóttir Í Þingeyjarsveit hef ég kynnst mínum bestu vinkonum. Konur sem eru til staðar þegar á reynir. Veita mér styrk og vináttu. Og gleði.