Færslur

Sýnir færslur frá desember 13, 2015

Kostnaður endurbóta

Eins og allir muna voru skrifaðar skýrslur, endalausar skýrslur, en þrjár í síðustu lotu,. Þar af var ein frá Ráðbarði sem greindi viðhaldsþörf beggja skóla. Í þessari skýrslu er klásúla sem heitir Viðhald nú þar sem áætlað er hvað það eitt kosti að gera Hafralæklarskóla tilbúinn sem sameinaðan skóla. Er sú tala upp á kr. 16.600.000,- (Sextán milljónir og sexhundruð þúsund.) Ég finn ekki fundargerðina þar sem það er samþykkt að fara í framkvæmdirnar en í bókun T-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi kemur fram að kostnaðurinn hefði átt að vera undir 20 milljónum.   „Fulltrúar T lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2015. Það er óviðunandi að fjáraustur til Þingeyjarskóla við Hafralæk fari svo gríðarlega fram úr áætlunum sem raun ber vitni. Fulltrúar T-lista minna á að þegar ákveðið var að flytja allt skólahald Þingeyjarskóla í starfsstöðina að Hafralæk var gert ráð fyrir að kostnaður endurbóta húsnæðisins yrði innan við tuttu