laugardagur, september 04, 2004

Svo ég haldi áfram þar sem frá var horfið þá er það rétt að það er fullt af miðaldra mönnum sem eru fréttamenn en ég man bara eftir Eddu sem fulltrúa kvenkynsins. Það er líka fullt af feitum fréttamönnum. Títtnefndur Ólafur, Helgi, Haukur. Gulli er frekar chubby og Siggi stormur.
Ef við flytjum okkur í auglýsingarnar. Auglýsingin frá Séð og heyrt: ,,Rannsóknir sýna að nekt í auglýsingum dregur að sér athygli..." svo kom feitur ber strákur og dansaði. Auglýsingin frá vídeóleigunum þar sem spikfeitur gaur er að glápa á kassann. Auglýsingin frá Símanum þar sem Sveppi, vel búttaður, striplast. Ætli að samfélaginu fyndist þessar augýsingar fyndnar ef það væru feitar stelpur að dilla sér? O, ætli það.
Þá eru allir sjónvarpsþættirnir eftir. King of Queens, According to Jim, Still standing. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Þá á ég nú eftir að tala um ímyndina sem er sýnd þar. Feitur lúði giftur klárri, mjórri gellu sem er samt (oftast) heimavinnandi. Alltaf svo gaman að fylgjast með jafnréttisþróuninni.
Eftir því sem tíminn leið í Friends þáttunum þá horfði maður á strákana blása út á meðan stelpurnar horuðust. Hið vestræna samfélag er að fitna en sjónvarpið aðlagar sig bara körlunum. Konurnar þurfa að vera grindhoraðar eftir sem áður. Helst photoshoppaðar og eins langt raunveruleikanum að það sé ekki nokkur leið að líkjast þeim. Það er kannski ekki að furða að átröskunartilfellum fjölgar jafnt og þétt og að ungar stúlkur eru með mjög lágt sjálfsmat.
Fleiri feitar konur í sjónvarpið!

föstudagur, september 03, 2004

Fyrir nokkrum árum var frétt í Ríkissjónvarpinu um mansal á konum. Í fréttinni var fjallað um að konur voru fluttar til Vesturlanda á fölskum forsendum og svo neyddar til að dansa á súlustöðum (þær eru nefnilega aallaaaar að vinna með háskólanáminu sínu og gera þetta af fúsum og frjálsum vilja, yeah, right) eða út í vændi. Einhverra hluta vegna fannst fréttamanninum Ólafi Sigurðssyni fullkomlega eðlilegt að sýna með þessari frétt myndir af stúlkum við súludans og einhverjar aðrar glennumyndir. Nú, mér fannst þetta vera gróf þversögn. Annars vegar var verið að tala um mansal á konum og hins vegar var verið að sýna konur sem kjötstykki. En eins og við vitum að þá virkar sálarlíf fólks þannig að því oftar sem við sjáum eitthvað því sjálfsagðara finnst okkur það. Ég hringdi í fréttastofuna og fékk að tala við Ólaf. Hann var ekkert nema dónaskapurinn og skildi bara ekkert um hvað ég, kerlingaróféti auðheyrilega í hans eyrum, væri að tala um. Það væri bara svo ægilega nauðsynlegt að ,,hafa grafíska útfærslu" með fréttinni. Jájá, það má nefna kvenfyrirlitningu ýmsum nöfnum, hún er samt kvenfyrirlitning. Hins vegar hefur Ríkissjónvarpið verið tiltölulega til friðs undanfarin ár.
En í kvöld var fjallað um nýafstaðið landsþing Repúblikana í Bandaríkjunum. Stöð tvö sýndi frá þinginu og svo viðbrögð John Kerry við ræðu Bush. Ríkissjónvarpið hins vegar sýndi frá þinginu, mótmælendur á götu úti sem voru eintómar fáklæddar stúlkur, vel súmað á brjóst og rassa og svo viðbrögð John kerry við ræðu Bush. Og hver skyldi nú fréttamaðurinn hafa verið? Mikið rétt, enginn annar en Ólafur Sigurðsson.

Að endingu langar mig að spyrja, í engu sambandi við þetta að ofan, af hverju sér maður engar feitar fréttakonur og fáar miðaldra fréttakonur á sama tíma og manni er boðið upp á feitan, gamlan og ótalandi fréttakarl?

Ef Ólafur Sigurðsson rekst á þennan pistil og vill fara í meiðyrðamál þá heiti ég Ásta Svavarsdóttir.

fimmtudagur, september 02, 2004

Að skemmtilegri málum. Þetta er svaðalega fyndið.
Skv. nýjustu fréttum þá eru samningaviðræðurnar ekki lengur ,,stál í stál". Ég er ekki hrifin af því, það þýðir að kennarar séu að gefa eftir. Það má alls ekki gerast.
Samninganefnd sveitafélagana ætlar að gera stikkprufur í skólum því hún trúir ekki samninganefndinni okkar ekki. Hún trúði henni ekki heldur í vor og gerði einhverja skoðanakönnun þá. Hvað kom út úr henni? Eitthvað sem þeim líkaði ekki? Eins og t.d. að kennarar væru upp til hópa óánægðir með þennan vinnutímaramma? Þetta er alveg viðbjóðslegur dónaskapur gagnvart samninganefndinni okkar að segja það bara svona beint út að hún sé að fara með fleipur og lygar. Dæmigerð framkoma gagnvart okkur kennurum.
Þessu liði er guðvelkomið að koma og tala við mig um þetta. Í dag var ég t.d. að kenna frá 8:10 til 13.50. Það var með naumindum að ég næði í frímínútur, missti nánast alveg af einum, því nemendur og aðrir kennarar þurfti mikið að tala við mig í dag. Náði ekki að svara símtali sem ég fékk og þarf að afgreiða á morgun. Fór á fund kl. 14:00 og beint af honum á annan til 15.55. Komst samt ekki út úr húsi fyrr en að verða 16:30. Þá er vinnudagurinn búinn. Eða hvað? Ég á eftir að undirbúa morgundaginn af því ég hafði engan tíma til þess í dag. Hvar og hvenær ætli ég geri það? Heima hjá mér í kvöld, kannski? Gæti það verið.

miðvikudagur, september 01, 2004

Ég á bolla í vinnunni sem stendur á öðrum megin He loves me og hinum megin He loves me not. (Mjög viðeigandi reyndar.) Í dag situr samstarfskona hjá mér og sér He loves me - hliðina og spyr hver elski mig. Ég sný bollanum við og segi að því miður þá eigi þessi hlið betur við. Þá fullyrðir hún hann að sé þarna úti þessi sem elski mig. Ég þurfti að hafa mig alla við að ráðast ekki á hana og öskra: En HVAR!!! HVAR ER HANN!! HA! HVAR!!! HVAR!!!

Neeii...

mánudagur, ágúst 30, 2004

Litla frænka horfir á mig stórum bláum augum og spyr: ,,Ásta, hvað kallarðu þann sem heldur áfram að tala þótt enginn sé að hlusta á hann?"
,,Veit ekki," svara ég.
,,Kennara." MUHHAAAHHAAA

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Æi, helgin búin. Eins og ég er hrifin af helgunum. Búin að hafa það voða notalegt, komin á bólakaf í þessa. Ákvað að lesa meira eftir manninn þar sem Da Vinci code var bara skrambi góð. Ekki kannski sakamálaplottið sem slíkt heldur allar vísanirnar. Ef þetta er rétt sem maðurinn heldur fram þá er ég gjörsamlega brjáluð út í kirkjuna. Hef bara ekki lesið mér nógu mikið til til að staðfesta þetta hjá honum.

Fann loksins Mississippi Burning í DVD discount kassanum hjá Elko. Heitir reyndar Mississippi í flamer en alveg sama myndin þrátt fyrir það. Bara búin að leita að henni í eitt ár núna. Er að hugsa um að láta 9. bekkinn horfa á hana í ensku. 8. bekkur á Forrest Gump en ég veit ekki hvað ég á að láta 10. bekkinn horfa á. Mér dettur eithhvað í hug.

Þegar við systur vorum að gramsa í útsölukössunum hjá Elko kom einhver maður og var að gramsa líka og spjalla. Ég var voða kurteis og var svo eitthvað að fíflast við litlu systir að hann væri bara lonely heart greyið. Þá segir hún þar sem við erum að ganga út með nokkrar myndir í poka: ,,Já, gæti maður verið meira lonely heart en þetta. Hér erum við að ganga út með DVD myndir og ætlum að panta pizzu og kók í kvöld af því að það er föstudagur og glápa á kassann." Mér persónulega hefur alltaf fundist föstudagskvöldin frekar hugguleg en henni tókst eiginlega að eyðileggja þetta fyrir mér núna. Snuff.. Ég er ekkert lonely heart! I'm not! I'm not!

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...