Færslur

Sýnir færslur frá janúar 13, 2019

Helvítis kerlingin skal þegja

Mynd
Það sem kom mér mest á óvart í metoo byltingunni var hvað fólk var undrandi. Mjög margir karlar og nokkrar konur trúðu því bara ekki hvað konur hafa mátt þola í gegnum tíðina. Sjálf er ég það heppin að hafa ekki orðið fyrir mikilli né alvarlegri kynferðislegri áreitni. Lenti bara einu sinni í því að gamall maður nuddaði sér upp við mig í strætó þegar ég var táningur og einn viðskiptavinur á barnum þar sem ég vann upp úr tvítugu taldi sig hafa keypt mig af því að hann borgaði ofan í mig vínglas. Hins vegar þekki ég það vel að vera ómarktæk. Ég þekki vel hnussið og glottið og hvernig er gert lítið úr öllu sem ég segi. Ég þekki það vel. Ekki misskilja mig, það er oft hlustað á mig. Það er til fullt af fólki sem dæmir eftir því sem er sagt en ekki hver segir það. Fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan urðu leiðindi hér á Hálsi. Reyndar er aðdragandinn lengri, sprengingin varð bara á þessum tímapunkti. Mjög fljótlega varð ljóst að mikil reiði og hatur kraumaði þarna undir og bein