Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 31, 2008

Stóra reykingamálið

Þeir sem hafa fylgst með þessu bloggi í einhver ár hafa væntanlega tekið eftir því að ég hef átt í ástar-haturs sambandi við sígarettur. Undanfarinn rúman áratug hef ég nú samt reykt minna heldur en meira og undanfarin ár bara félagslega. Eftir að við Braveheart rugluðum saman reytum fyrir rúmum tveimur árum þá hef ég ekki tekið einn einasta smók. Hann reykir ekki og þetta hefur bara þróast svona. Ég áskil mér samt fullan rétt til að falla á mínu reykbindindi hvenær sem er. Eftir síðustu áramót er ég að kenna á meðferðarheimilinu og þá segir einn strákurinn við mig: ,,Stelpan spurði mig um daginn hvort mig langaði í sígó og ég sagði auðvitað já. Þá sagði hún að ég ætti bara að fara í töskuna þína því þú værir alltaf með sígarettupakka í töskunni." Ég segi stráknum að ég sé hætt að reykja og hafi þar fyrir utan aldrei geymt tóbak í töskunni minni. Í framhaldi af því verður okkur að samkomulagi að hann megi reykja, beint fyrir framan mig í stofunni, allar þær sígarettur sem hann fi

Getum við gleymt honum núna?

Ég átti skemmtilegt samtal við litlu systur mína um daginn. Mér fannst aðsóknarkennd fyrrverandi borgarstjóra þvílík að hann hlyti að vera eitthvað bilaður. Litla systir svaraði að bragði: ,,Hann er ekkert geðveikur þessi maður. Hann er bara heimskur." Núna þegar hann er ekki borgarstjóri lengur þá væri voða gott að fá smá pásu. Mér þætti alla vega ósköp huggulegt að þurfa ekki að horfa á hann í blöðum eða sjá hann og heyra í sjónvarpi. Ég er búin að fá yfir mig nóg af þessum vitleysisvaðli.