Mætti á fund hjá Svæðafélagi Vinstri-Grænna í Þingaeyjarsýslum í dag. Það var gaman og fróðlegt. Alltaf gaman að tala við viti borið fólk:) Öll þessi orka sem Húsvíkingar eiga dugar varla fyrir álverið. Og alveg örugglega ekki ef stærri útgáfan verður reist. Þá þarf að virkja meira. Samt var ein helsta röksemdafærslan fyrir þessu öll orkan sem var til. Það var samt margt fleira rætt en álverið. Þetta kom mér bara á svo á óvart. Ég var kosin í stjórn félagsins og hlakka til að taka þátt í þessu.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.