Færslur

Sýnir færslur frá júní 1, 2014

Emíní augnablikin

Mynd
Fyrir nokkrum árum aðstoðaði ég þorrablótsnefndina í Aðaldal. Ég samdi eitthvað efni og í einu atriðinu kom ég með alveg rosalegan brandara. Rosalegan. Algjöran hittara. Þannig er mál með vexti að við hér í sveitinni fáum nettengingu aðallega í gegnum örbylgjusamband og er fyrirtækið Emax stærst á þeim markaði. Sambandið var ekkert til að hrópa húrra fyrir svo brandarinn minn var þannig að í staðinn fyrir að kalla fyrirtækið Emax þá var það kallað Emíní. Þetta fannst mér alveg geðveikt. Ég sat og hikstaði af hlátri við tölvuna og flissaði svo á öllum æfingum. Svo kom stóra stundin og brandarinn mikli flaug út í loftið. Það hefði mátt heyra saumnál detta í Ýdölum. Engin viðbrögð, enginn hlátur, ekki einu sinni bros.   Þetta var hræðilegt augnablik. Algjörlega skelfilegt. Flopp dauðans. Sem betur fer var hlegið áður og á eftir en mega-brandarinn skall flatur. Það kemur fyrir, einstaka sinnum, að ég segi brandara sem engum finnast fyndnir nema mér. Ég kalla það Emíní-augnablikin mí

Að loknum kosningum

Mynd
Þá er niðurstaðan ljós hér í Þingeyjarsveit og fátt sem kemur á óvart. Ég vil byrja á því að þakka kjósendum fyrir að leyfa mér að hafa Stórutjarnaskóla í friði næstu fjögur árin. Það er það sem ég vildi, ég gat bara ekki kysst vöndinn. Þá þakka ég kjósendum fyrir að hafna með afgerandi hætti hugmyndum um fleiri skólastarfsstöðvar. Afskaplega hef ég takmarkaða trú á því fyrirkomulagi. Talandi um starfsstöðvar. Nú liggur fyrir að farið verður í lofaða ,,íbúakosningu" en ég tel að hún standist ekki lög. Alla vega ekki með þeim hætti sem hún er boðuð. Vísa ég í fyrri skrif um það. Nú má spyrja af hverju ég geti ekki unnt íbúum skólasvæðis Þingeyjarsskóla að kjósa um sín mál. Því er til að svara að skólamál sveitarfélagsins snerta alla íbúa sveitarfélagsins, við borgum öll fyrir alla skólana. En spyrjum okkur nú að því hvað gerist eftir ,,íbúakosninguna"? Ef íbúar skólasvæðis Þingeyjarskóla hafna sameiningu þá eru væntanlega allar hugmyndir um skólasameiningu í Þingeyjarsve