Færslur

Sýnir færslur frá maí 29, 2011

Update varðandi Vinnumálastofnun

Ég hringdi í þjónustufulltrúann á Húsavík í dag. Sem betur fer var hann við þótt það sé þriðjudagur. Hann fletti upp umsókninni minni, sá að ég hafði fært inn að ég fengi laun frá Þingeyjarsveit og fannst þetta mjög skrítið. Hann hringdi í Greiðslustofu og bað viðkomandi þar um að fletta upp umsókninni minni. Þar kom í ljós að ég fór með rétt mál. Hins vegar hafði skráningin ekki skilað sér inn í kerfið einhvern veginn. Þ.a.l. á að taka þetta aftur fyrir og draga til baka fyrri ákvörðun. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott. Hins vegar hefði verið miklu betra ef þetta upphlaup hefði alls ekki átt sér stað. Ég hélt og trúði í tæpan sólarhring að það ætti að tekjusvipta mig í tvo mánuði. Þegar maður er með íbúðarlán og lítið barn þá er það talsvert mikið mál. Ég er vissulega gift en þvert á almannaálit þá eru bændur ekki hálaunamenn. Kosturinn er vissulega sá að við hefðum ekki soltið og má þakka fyrir það. Ég ætla líka að þakka þjónustufulltrúanum á Húsavík fyrir hans góðu aðstoð því án

Óviðunandi vinnubrögð Vinnumálastofnunar

Síðastliðið vor var mér sagt upp vinnunni. Ég kenndi við Meðferðarheimilið Árbót og þegar því var lokað þá missti ég vinnuna. Ég er ekkert ánægð með það og hef ákveðnar athugasemdir við það ferli allt saman en svona er þetta. Það hefur ekki hvarflað að mér að skammast mín fyrir það að vera atvinnulaus enda ber ég ekki ábyrgð á efnahagsástandi þjóðarinnar, vinslitum Braga og Árbótarhjóna, fækkun í sveitum landsins né því að tilheyra ekki elítunni. Í sex mánuði var ég á biðlaunum en það lá ljóst fyrir að ég myndi fara á atvinnuleysisbætur í febrúar. Undanfarin 8 ár hef ég verið á fyrirframgreiddum launum en fór nú á eftirágreidd laun svo ljóst var að þarna myndi myndast bil. Í janúar hringi ég í Vinnumálastofnun til að fá leiðbeiningar. Mér er sagt að ég þurfi að fá vottorð frá vinnuveitanda. Svo á ég að fara á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík nokkrum dögum áður en ég fell út af launaskrá, skrá mig og afhenda þetta vottorð. Um miðjan janúar mæti ég á áðurnefnda skrif