Þá er ég komin með launaútreikninginn.
Núna í dag er ég í grunnröðun 232, þrep 4 (30+). Það eru 170.250,- á mánuði. Af því að skólastjórinn minn er svo góður við mig þá fæ ég 4 potta (fór rangt með pottafjölda fyrir einhverju síðan, biðst afsökunar á því) og er því í launaflokki 236 þrepi 4. Það gefur mér laun upp 191.617,- Ég er að vísu með tvo yfirvinnukennslutíma á viku og félagsstarf sem eg fæ greitt fyrir skv. ÍTR taxta. Síðustu útgreiddu mánaðarlaun hljómuðu upp á 160.000,- (Ég er nefnilega með minni yfirvinnu núna en síðasta vetur.)
Skv. nýja samningnum hækka ég upp í 202.157,- í mánðarlaunum. Hey, kúl, það þó alla vega hækkun. Þann 1. janúar 2005 hækka ég í 208.222,- Úlla-laa. 35 ára með 120 háskólaeiningar upp á vasann. Nei, það er ekki nema von að efnahagslífið taki kollsteypu þegar það er verið að borga mér svona kóngalaun.
En, bíðum nú hæg. Þann 1. ágúst 2005 detta skólastjórapottar út og ég þá niður í mína grunnröðun 232. Að vísu kemur rosa hækkun upp á rúm 9% á mót