Færslur

Sýnir færslur frá júlí 4, 2004
Ég er óneitanlega hálffúl yfir því að fá ekki að ráða yfir sjónvarpinu hérna. Núna get ég t.d. ekki klárað að horfa á Gangs of New York. Dauði og djöfull!! Var að komast að því að hver deild á sér sitt neftóbak. Á þessari er það salat dressing. Sú hætta staðfestist líka alltaf meir og meir að því minni völd sem fólk hefur því líklegra er það til að misnota þau. Ég ætti kannski ekki að vera að blogga um þetta en það er þá ekki í fyrsta skipti sem ég kem mér í vandræði út af bloggi. Eitthvað verður maður að gera sér til dundurs á þessum næturvöktum. Yeah, I'm kind of having fun.
Hver skapaði sýkla hefur helgi Hós spurt undanfarna daga. Mig langar dálítið að vita hvaða svar hann hefur í huga því mér dettur bara Guð í hug. Kannski er hann að meina einhverja efnavopna sérfræðinga en það voru ekki þeir sem sköpuðu sýkla upphaflega. Þannig að ég er að spá hvort barátta Helga gegn Guði stafi af því að hann sé reiður út í hann en ekki vegna þess að hann trúi ekki á hann. Eða eitthvað. Ég þarf greinilega að sjá myndina. Helgi er mjög iðinn í mótmælum sínum. Það er nánast alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins ég keyri í mína sumarvinnu við sundin blá alltaf er Helgi mættur með spjaldið. Samningaviðræðum var frestað til 11. ágúst. Það er mjög gáfulegt að nýta tímann nákvæmlega ekki neitt. Það verður greinilega verkfall. Ég treysti á það, það verður sumarfríið mitt.