Færslur

Sýnir færslur frá maí 6, 2012

Hinar ofurfyndnu staðalímyndir.

Fyrir nokkrum árum sat ég á s.k. skólaþingi fyrir starfsfólk gunnskóla. Þar hélt m.a. sálfræðingur fyrirlestur. Sálfræðingurinn er skemmtilegur fyrirlesari og skaut inn nokkrum bröndurum hér og þar. Einn brandarinn var einhvern veginn á þá leið að konur litu á mennina sína eins og karlmenn á bíla; Þ.e. hversu mikið þyrfti að gera við þá. Þetta þótti salnum, kjaftfullum af konum, alveg óskaplega fyndið. Nema mér. Mér fannst þetta bara ekkert fyndið. Mér finnst svona steríotýpískur húmor hundleiðinlegur. Karlmenn eru nefnilega ekki ,,svona” eða ,,hinsegin”. Þeir eru alveg jafnmismunandi og þeir eru margir. Alveg eins og konur. Ef við skoðum þennan ægilega fyndna brandara þá felur hann í sér... ja, fullt af hreinlega ógeðfelldum hlutum. Það er gengið út frá því að kona líti á manninn sinn sem gallaðan á einhvern hátt. Það þurfi að laga hann. Þá vaknar umsvifalaust spurningin af hverju í ósköpunum var hún að giftast honum til að byrja með? Af hverju náði hún sér ekki bara