Til Eyþórs.
Fyrst ég opnaði á reynsluheim kvenna hér um daginn þá ætla ég að halda áfram.
Fyrirbærið fyrirtíðaspenna er alræmt. Karlmenn nota þetta orð reyndar miklu meira en konur nokkurn tíma og virðast mun nákunnugri því en við. Þetta orð er notað sem útskýring á órökréttri hegðun kvenna og ef hægt er að gera okkur órökréttar þá er hægt að gera okkur marklausar. Mjög hentugt, konan er marklaus og þarf þ.a.l. ekki að hlusta á hana. Kallað þöggun í bókmenntafræðinni.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er fyrirtíðaspenna það að hormónarnir taka öll völd í líkama og huga konunnar og hún er undirlögð að tilfinningasveiflum sem hún ræður ekki við. Eftir reglulegar blæðingar í 22 ár þá kannast ég ekki við þetta. Ég kannast hins vegar við eftirfarandi:
Nokkrum dögum fyrir þann tíma mánaðarins vakna ég upp með nettan hausverk. Ég fæ yfirleitt alltaf hausverk fyrir, á meðan eða eftir. Hann getur verið þolanlegur eða hann getur verið djöfullegur. Það er ekki nokkur leið að vita á hvaða styrk
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.