laugardagur, desember 31, 2005

Ég er komin með alvarlegt tilfelli af internet-shopping-addiction. Ætli það sé til meðferð?

föstudagur, desember 30, 2005

Fór í ,,saumó" áðan og skemmti mér vel. Alltaf gaman að hitta stelpurnar úr gaggó. Mér finnst það jafnvel skemmtilegra eftir því sem árin líða. ,,Gvöð, manstu...?"
Slasaði mig aftur á þumalfingri á bílflautunni. Hún er gölluð. Það var svínað fyrir mig og ég ætlaði bara svona rétt að bíba á hann, meira af prinsipp ástæðum en því að þetta færi eitthvað í taugarnar á mér. Stórslösuð alveg. Svo svínaði ég sjálf fyrir annan bíl, hann lenti svona gjörsamlega í blinda blettinum hjá mér. Hálf miður mín yfir því. Hrikalegt að klikka á svona grundvallaratriðum.
Áramótin trufla mig ekkert. Mín upplifun er sú að lífið verði betra með hverju árinu sem líður. Svo á það náttla eftir að koma í ljós:)

fimmtudagur, desember 29, 2005

Af mér er allt meinhægt að frétta. Er í jólafríi og hef það gott á Hótel Mömmu. Aumingja Jósan okkar var orðin svo veik að það var ekki lengur undan því komist að svæfa hana. Þetta er samt alltaf leiðinlegt. Á örugglega eftir að skrifa meira um hana, treysti mér bara ekki í það strax.
Núna bíða bara veislur og hittingar. Hitti stelpurnar úr gaggó á morgun. Hlakka mikið til. Svo er brúðkaup og gamlárskvöld og sænskt jólahlaðborð á nýjársdag. Mikið að gera:)

Ósköp finnst mér leiðinlegt að fólk þurfi að vera byrjað að bombarda. Mér dauðbregður alveg:(

miðvikudagur, desember 28, 2005

þriðjudagur, desember 27, 2005

Þetta er nú ljóta kjöt- og súkkulaðiátið. Nokkuð ljóst hvert áramótaheitið verður.

mánudagur, desember 26, 2005

Í dag er mín árlega kalkúnaveisla. Ég fór í apótekið til að fá nál og sprautu til að geta sprautað sméri hist og her í gripinn. Það var hins vegar þrautin þyngri að fá þessa nál. Ókey, ég veit að fullt af fólki misnotar fullt af stöffi en come on, meirihlutinn af okkur er í lagi. Auk þess, risastór sprauta og huge, ég meina alveg huge nál. Hverju sprautar maður í sig með svoleiðis? Sterum? Ég er nebbla svo vöðvastælt. Eða þannig. Kannski var stúlkan ekki að fatta um hvað eg var að tala. Það er alltaf möguleiki í stöðunni.

Annars var systir mín að tjá mér að ég væri psycotic looking á mynd sem ég hef alltaf talið mig frekar sæta á. Þegar ég held að ég sé að setja upp sæta svipinn þá er skrímslið að brjótast fram. Great.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...