Færslur

Sýnir færslur frá júlí 27, 2014

Fyrir hundrað árum síðan...

Mynd
...upp á dag fæddist afi Ármann. Afi fyrir miðju ásamt bræðrum sínum Gunnari t.v. og Halldóri t.h. Stolið úr Við byggðum nýjan bæ . Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lék Saklausa svallarann . Stolið úr Sögu Reykjavíkurskóla. 8. október 1938 giftist hann þessari gellu en hún fæddist fyrir 101 ári síðan þann 8. júní sl. Amma Didda Þau eignuðust tvo stráka, þá Jakob og Svavar pabba minn. 1996 jarðaði afi þá báða með níu vikna millibili. Það var svo sannarlega annus horribilis. Jakob, afi og pabbi. Afi lést 21. janúar 1999 . Ég bakaði vöfflur í tilefni dagsins og var með frændfólkinu mínu fyrir sunnan í anda. Ég sendi ykkur bestu kveðjur. Við afi á Skólavörðustígnum fyrir slatta af árum síðan.

Aðal- og aukabændur

Mynd
Þótt ég sjái Raufarhafnarævintýri mitt í rósrauðum bjarma endurminninganna (sem ég orna mér við í ellinni) þá man ég nú samt að mér fannst ekki allt alveg æðislegt. Þegar ég byrjaði að vinna í Fiskiðjunni þá var ég umsvifalaust sett í snyrtinguna. Mér var alveg fyrirmunað að vinna upp bónushraða og leið fyrir það í launum. Bætti það upp með eftirvinnu þegar hún bauðst. En einhverra hluta vegna kom aldrei til greina að láta mig vinna eitthvað annað.  Til var fyrirbæri sem mig minnir að sé kallað tækjasalur, þið verðið að fyrirgefa ryk minninganna, sem ég fékk að sjá í heilt eitt skipti í skoðunarferð nýju starfsstúlkunnar. Þar sátu ungir menn á rassinum og horfðu út í loftið. Þangað inn kom ég aldrei aftur. Þar sem ég sat við snyrtilínuna sá ég inn í verkstjórabúrið svokallað. Þar héldu verkstjórarnir til, báðir karlkyns auðvitað, og fengu heimsóknir annarra karlkyns starfsmanna sem komu og kjöftuðu. Á meðan sat meirihluti kvenkyns starfsmanna við færibandið á fullu í bónuskeppnin