Færslur

Sýnir færslur frá október 1, 2006

It's the LAW!

Ræddi við lögfræðing í dag. Það var sérdeilis upplífgandi og skemmtileg lífsreynsla. Ef samningur er tímabundinn en ekki kemur til nýr samningur þá gildir sá gamli. Það var það sem ég hélt. Leigusali getur ekki bara byrjað að rukka inn meiri pening. (Og misnotað sér þá aðstöðu að vera bæði leigusali og launagreiðandi.) Skv. húsaleigulögum er þetta svona: 10. gr. Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra. Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt. SAMÞYKKT. Ég hef aldrei samþykkt þessa upphæð. Hvað viðkemur því að henda mér út: 59. gr. Nú líða tveir mánuðir frá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, en leigjandi heldur áfram að hagnýta hið leigða húsnæði og getur leigusali þá krafist þess að leigusamningurinn framlengist ótímabundið. Sömu kröfu getur leigjandi einnig gert enda ha

Húsaleigan

Það var ákveðið að hækka leiguna á okkur hlunnindapakkinu sem fær ódýrt leiguhúsnæði á skólalóðinni. Úr 15 þús. í 20. þús. Ókey, þetta er ekki há leiga en við erum úti á landi. Ef mig vantar mjólkurpott þá þarf ég í tuttugu mínútna bíltúr til Húsavíkur. Já, og bensínið er svo ódýrt. Ég fékk heldur engan flutningsstyrk af því að húsaleigan er svo lág. Svo ég borgaði flutning upp á annað hundrað þúsund úr eigin vasa. Það láðist reyndar pínulítið að segja mér að leigan ætti að hækka en það er víst orð gegn orði. Ég er að vísu með vitni en who cares. Alla vega. Það vita það allir að ég er í lélegustu íbúðinni. Þegar það er hvasst úti þá fjúka gluggatjöldin mín þótt allir gluggar séu lokaðir. Það skiptir víst engu máli. Mín íbúð og viðhangandi paríbúð eru líka minni en hinar. Það skiptir heldur engu máli. Það er byrjað eða jafnvel búið að endurnýja hinar íbúðirnar en ekkert verið gert í minni. Skiptir engu máli. Engin skápur á baðinu og raki þar. Wanna guess? Alveg rétt, skiptir ekki máli.