Ræddi við lögfræðing í dag. Það var sérdeilis upplífgandi og skemmtileg lífsreynsla. Ef samningur er tímabundinn en ekki kemur til nýr samningur þá gildir sá gamli. Það var það sem ég hélt. Leigusali getur ekki bara byrjað að rukka inn meiri pening. (Og misnotað sér þá aðstöðu að vera bæði leigusali og launagreiðandi.) Skv. húsaleigulögum er þetta svona: 10. gr. Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra. Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt. SAMÞYKKT. Ég hef aldrei samþykkt þessa upphæð. Hvað viðkemur því að henda mér út: 59. gr. Nú líða tveir mánuðir frá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, en leigjandi heldur áfram að hagnýta hið leigða húsnæði og getur leigusali þá krafist þess að leigusamningurinn framlengist ótímabundið. Sömu kröfu getur leigjandi einnig gert enda ha
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.