Ég er búin að vera kennari í 6 ár. Ég hef verið bitin, það hefur verið hent í mig bókum og mér og ástvinum mínum hefur verið hótað lífláti og öðru þaðan af verra. Um daginn átti t.d. að bíða heima hjá mér þekktur handrukkari. Vörpulegir drengir (rúmlega 180 cm og 100 kg) hafa stillt sér upp fyrir framan mig og spurt hvað ég myndi gera ef þeir berðu mig. ,,Ætli ég fari ekki bara að gráta" hef ég yfirleitt svarað. En núna get ég sagt: ,,Ég kæri þig og fæ 10 milljónir." Ég ætla að segja það beint út. Ég fagna þessum dómi. Hingað til hef ég ekki upplifað neitt nema algjört réttindaleysi. Ég hef komið inn á það á þessum vettvangi áður að aðstandendur geta farið hamförum í rógburði sínum og við getum ekkert gert okkur til varnar. Þessi kennari sem voru dæmdar 10 milljónir er 25% öryrki fyrir lífstíð. Hún má eiga von á því að fá höfuðverkjaköst alla ævi. Samt, samt dirfðist hún að fara fram á bætur! Þvílík frekja! Og það úr hendi forráðamanns barnsins sem slasaði hana! Þetta segir n
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.