Símsölukona vakti mig af værum blundi núna áðan. (Já, nætursvefninn hefur styst talsvert undanfarið.) Það er búið að hringja ansi mikið finnst mér og ég er búin að styrkja töluvert. Ég styrki Amnesty International og svo hef ég gert mér far um að styrkja flest allt sem viðkemur börnum og/eða geðrænum kvillum. Kennari og fyrrverandi geðdeildarstarfsmaður, you know. En núna er ég komin í pásu enda finnst mér þetta orðið ansi mikið. Símsölukonan hóf mónólóginn sinn og ég stoppa hana af og segist ekki ætla að styrkja. Þá verður hún bara sármóðguð! Come on! Er það kennt í Símsöluskólanum að láta fólk fá sektarkennd? Yfirleitt eru þetta einhver fyrirtæki sem hringja út og hirða bróðurpartinn af því sem safnast. Ég er bara halfmóðguð yfir því að hún skyldi móðgast.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.