Færslur

Sýnir færslur frá janúar 31, 2016

Önnur tegund

Mynd
Síðustu helgi var sýnd í Ríkissjónvarpinu kvíkmyndin Jurassic Park 3 . Með risaeðluótt ungviði á heimilinu sem sá auglýsingarnar var ákveðið að hliðra háttatíma og horfa á myndina. Söguþráðurinn er á þá leið að táningspiltur og nýi kærasti mömmu hans týnast á Isla Sorna og dr. Alan Grant er plataður til að fara og leita að þeim. Með honum í för eru foreldrar drengsins og einhverjir fleiri. Um leið og lent er á eyjunni fara foreldrarnir út og byrja að hrópa og kalla á þá týndu algjörlega án alls tillits til þess að enginn vildi fara með til eyjunnar að leita því á henni eru stórhættulegar risaeðlur. Nú er sennilega best að taka fram að ég veit að risaeðlur eru ekki til nema í steingervingaformi þannig að nákvæmlega þessi atburðarás mun aldrei eiga sér stað. Hins vegar minnti þessi mynd mig á að fyrir u.þ.b. 8 árum síðan átti sér stað ekkert ósvipuð atburðarás en þá gengu tveir ísbirnir á land. Viðbrögð fólks voru með hreinum ólíkindum því þegar til komu fyrri bjarnarins sp