Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 19, 2017

Typpamyndir

Mynd
Ég lenti í þeim ósköpum í gær að heyra viðtalið við Óttar Guðmundsson um typpamyndirnar í beinni. Það er búið að svara hinni skelfilegu fullyrðingu sök fórnarlamba hrellikláms annars staðar og betur en ég get.  Hins vegar minnti viðtalið mig á hugrenningar sem ég hafði fyrir um ári síðan þegar Free the Nipple gjörningnum var nýlokið og ég las erlenda grein um þann stórmerkilega sið margra karlmanna að senda konum typpamyndir af sér. Biðst afsökunar á fitufordómunum sem þessi mynd endurspeglar. Það sem mér fannst merkilegt var að á sama tíma og konur upplifa það sem skömm að birtar séu nektarmyndir af þeim og eru að berjast gegn því þá eru karlmenn að taka og birta myndir af sér alveg óbeðnir. Já, ég set þetta undir sama hatt því yfirleitt hafa stúlkurnar tekið myndirnar sjálfar og sent þær alveg eins og strákarnir. Það sem gerist hins vegar er að sumir strákar deila myndunum eða setja þær á hefndarklámsíður. Stúlkur gera það síður við typpamyndirnar. Það sem mér þótti mer