Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 24, 2008

Helstu tíðindi

Mynd
Þegar við Braveheart byrjuðum saman þá voru 3 hundar (tíkur) á bænum, þrjár kynslóðir. Það fór nú svo illa einhvern tíma í fyrra að það var bakkað á þá elstu og þurfti að aflífa hana. Í haust kom hundur í heimsókn og lék grunur á að báðar tíkurnar væru hvolpafullar og allt myndi fyllast af hvolpum plús allir kettlingarnir sem voru á leiðinni. Sem betur fer var það bara sú yngri sem var hvolpafull. Svo eignast hún bara einn hvolp. Daginn eftir eða þann næsta koma þrír dauðir og í kjölfarið deyr hún sjálf! Hún var búin að henda þessum eina frá sér og við reyndum að halda honum á lífi samkvæmt leiðbeiningum frá dýralækni en því miður dó hann í höndunum á okkur. Get ekki lýst því hvað þetta var ömurlegt allt saman. Í staðinn fyrir að allt væri að drukkna í hundum var nú bara einn hundur á bænum. Hún virtist vera að leggjast í hálfgert þunglyndi og var einmanaleg úti við. Eftir áramótin sagði samstarfskona mín frá því að tíkin á bænum hennar hefði eignast hvolpa, að vísu allt hunda. Það