Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 8, 2004
Sportaði mig í sólinni í gær á ermalausum bol sem á stendur: Sex instructor. First lesson free. Sem betur fer fékk ég eina bókun, ég veit bara ekki hvað hefði annars orðið um sjálfsálitið! Fékk reyndar bónorð í dag. Var stungið upp á sjúkrabíl sem brúðarbíl. Ég afþakkaði þetta kurteislega.
,,Nei, bara svona margir karlmenn. Guð, hvað það á eftir að vera mikið aksjón hér í dag." Guð, en gaman að vera svona vanmetin. Guð, en gaman að fá það svona beint í æð að maður sé bara annars flokks starfsmaður. Guð, en gaman að vita að jafnréttið er ekki komið lengra en þetta. Guð, hvað ég gæti gubbað.
Dularfulla fótameinið hvarf eins og dögg fyrir sólu af því að ég svaf vel og lengi. En af því að ég svaf svo vel og lengi þá er ég búin að vera með dúndrandi hausverk í allan dag. Sometimes I wonder why I bother...
Kemst ekki í mína daglegu heilsubótargöngu vegna vansældar í vinstri hæl. Undurfurðulegt allt saman, ætla ekkert að ónáða aðra með nákvæmari lýsingum. Get samt varla stigið í fótinn. Það er náttúrulega hið versta mál þar sem mér hefur orðið mjög vel ágengt með fríhafnarsælgætið. Komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti bara ekki haft þetta hangandi yfir höfðinu á mér og verið með sektarkennd í marga daga. Langbest bara að klára þetta sem fyrst svo það sé bara úr veginum. Svo hér sit ég yfirétin og ógöngufær. Ekki gaman. Fór í hagkaup í dag og þar blöstu við skólavörur út um allt. Er skólinn að byrja? Damn..
Það var svo sem ágætis veður í dag en engu að síður er komið haust í loftið. Sumarvinnunni er að ljúka og aðalvinnan að taka við. Voðalega er þetta stutt sumarfrí. Getur verið að ég sé að kvefast? Get ekki verið veik síðustu vikuna, það er alveg fáránlegt. Keypti bananatertu í tilefni dagsins.