Fór í verkfallsvörslu í dag. Mætti náttúrulega með hafnaboltakylfuna og var ógurlega vígaleg. Þetta var samt allt saman voðalega friðsamlegt. Tekið vel á móti okkur og ég fann enga verkfallsbrjóta til að lúskra á. Ég reyndi samt að efna til ófriðar, það sakar aldrei að reyna.
Þar sem ég er alveg klárlega að leggjast í þunglyndi (ekki bara út af verkfallinu) þá fór ég út að versla. Ég meina, come on, hvað á maður að gera í verkfalli? Hef ekkert að gera og enga peninga til að eyða! Glatað. Fjárfesti í þessum líka forláta blandara svo núna get ég hrært saman heilsusjeikana villivekk. Að sjálfsögðu búin að kaupa skyr.is líka og ávexti. Ég er nebbla í megrun. Er líka að pæla í að fara í magic-tan (allir peningarnir sko) en var sagt að maður yrði flekkóttur af því. Það gengur náttúrulega ekki, ég verð að vera sjarmerandi. Ég er nefnilega að fara á veiðar. Ójá. Ég er búin að vera emotionally attached ( not physically, glatað) en það reyndist bara vera tóm steypa. Gjörsamlega vonlaus í krops sproket. Misskildi þetta allt saman út og suður. Spurning að fara á námskeið. Svo núna er ég að reyna að slíta þetta og fara á veiðar. Það tilkynnist hér með ( ef nafnið á blogginu hefur ekki gefið það til kynna) að ég er á lausu. Og er að leita. Kíkti á einkamal.is en varð ekkert voða hrifin. Það er samt spurning. Það má reyna allt.
Að öðru leyti er verkfallið ágætt. Ég og verkfallsbarnið erum dottnar í algjört Hringadróttinsæði og eigum deit á morgun með Return of the King, aftur. Ég er alvarlega að íhuga að verða mér úti um lengri útgáfurnar en það er þetta með peningana. Kannski hægt að leigja þær? Athuga það.
mánudagur, september 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Ég er nú bara beinlínis farin að heyra tifið í klukkunni. Og einhleypar konur geta hvorki ættleitt né farið í sæðisbankann. Þeir eru ill nauðsyn.
SvaraEyða