Ég og litla frænka mættum á Austurvöll við þingsetninguna til að minna ráðamenn á okkur kennara og nemendur. Við lentum að vísu við hliðina á skyrborðinu svo það er hætta á að okkur sé ruglað saman við einhverja aðra! Kona með bleika regnhlíf var við hliðina á okkur að minna á jafnréttismálin. Málefnið er gott en skyggði dálítið á útsýnið. Ég var líka búin að raða á mig Halldór/Davíð/Björn! Hverja drepum við næst merkjum svo það að ég sé grunnskólakennari í verkfalli getur hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Kennarasambandið var bara ekki með neina borða eða merki. En við höfðum nú samt talsvert gaman af því að sjá allt liðið. Lögreglukrakkaræflarnir með drill sergentinn öskrandi á sig voru samt hálfhjákátlegir. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi. Allt fólkið hló bara að þeim.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir