Nýi blandarinn er alveg massa-græja. Spændi upp í boost-sjeik banana, hálft epli, hálfa peru, skyr.is, undanrennu og klaka. Hellti þessu í mig ásamt vítamínum. Ef ég verð ekki glæsileg á veiðunum þá veit ég ekki hvað! Reyndar er ég að hugsa um að hætta við veiðarnar og fara bara í Man not included. Sparar mér talsvert vesen. Að vísu er þetta í Englandi og Írlandi. Ég hafði heyrt um stað í Danmörku sem væri eiginlega betra því ég á vísa gistingu þar. En svo er spurning hvort Írarnir séu ekki sætari. Þarf aðeins að velta þessu fyrir mér.
Er að hugsa um að koma mér upp myndaalbúmi svo ég geti sagt kattasöguna almennilega, hún kallar eiginlega á myndir.
Mér er sem sagt farið að leiðast í verkfallinu.
miðvikudagur, september 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Noregur, kannski...?
SvaraEyða