Alveg er þessir íhaldsmenn ótrúlegir. Halldór Blöndal kannast bara ekkert við það að hann hafi verið að ráðast á forsetann og er bara hneykslaður á því að fólki finnist það. Það nægir að vísu að hlusta á ræðuna til að heyra það að hann er alveg klárlega að ráðast á forsetann. Geir H. Haarde mætir í hvern fréttatímann á fætur öðrum til að réttlæta það að hann hafi skipað Jón Steinar. Ég nenni ekki að hlusta á þetta endalausa, andskotans kjaftæði. Jón Steinar var ráðinn af því að hann er besti vinur Davíðs og flokkshollur með afbrigðum. Þetta vita allir. Og undarlegt alveg að það er alltaf miðað þetta eina sem umsækjandi Sjálftæðisflokksins hefur upp á bjóða þótt hinir umsækjendurnir hafi upp á fullt af öðrum hlutum að bjóða. Nei, það alltaf alveg akkúrat verið að leita að þessu eina sem íhaldsumsækjandinn hefur. Eins og t.d. kunnáttu í Evrópurétti þótt það skipti nákvæmlega engu máli fyrir íslenskum rétti.
Svo þarf ekki nema að skoða kommenstakerfið hjá Daníel til að sjá hvernig þetta lið vinnur. Ef þú ert ekki sammála þá er þér bara drekkt í skít. Segir auðvitað miklu meira um þá sem drita drullunni en þá sem verða fyrir henni.
laugardagur, október 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli