Hljóp út úr húsi upp úr hálfníu í morgun en var lengur að labba niður í Borgartún en ég gerði ráð fyrir svo ég gat ekki hvatt samninganefndina okkar nema bara í huganum. Náði samt hópnum og gekk niður í Ráðhús þar sem enginn var og líka niður í menntamálaráðuneyti þar sem enginn var heldur. Tókst m.a.s. að troða mér í sjónvarpið. Mætti að sjálfsögðu í gömlu, götóttu lopapeysunni til að sýna það hvað við erum fátæk. Hmm, reyndar ekki, ég misreiknaði mig bara með veðrið.
Litla systir sá svo aumur á okkur fórnarlömbum verkfallsins, mér og litlu frænku, og fór með okkur í hestaleiðangur. Það var mjög gaman. Ætli að henni takist ekki fljótlega að smita mig af hestabakteríunni. Bara búin að reyna í 11 ár. Ég fer náttúrulega létt með það að kaupa mér hest og allar græjur eftir að launahækkunin gengur í gegn. Þ.e.a.s. eftir að ég er búin að gera upp skuldirnar. Fékk launaseðil í hús í gær. Útborguð laun eru 0 kr. Og svo er fullt af mínusum á blaðinu. Ég skulda sem sagt Reykjavíkurborg einhvern slatta af peningum. Den tid, den sorg.
fimmtudagur, september 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli