Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi þótt að Jón Steinar fái hæstaréttardómarann. Mér finnst bara ekki í lagi að besti vinur Davíðs fái hæstaréttardómarastöðu skömmu eftir að frændi hans er búinn að fá stöðu. Þetta eru alltof náin tengsl á milli framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins og ógnar þrískiptingunni. Hvað nú ef eitthvað fer fyrir dómsstóla sem gerðist í stjórnartíð Davíðs? Eða eitthvað varðandi utanríkismálin? Glætan að dómurinn verði óhlutdrægur.
Við vitum að stjórnmálaflokkar eiga stöður en þeir hafa aldrei misnotað sér það jafngróflega og þegar Ólafur Börkur fékk embættið. Ég skil reyndar ekki hvernig maðurinn getur setið þarna eins og allt sé bara í góðu lagi þegar öll þjóðin veit að hann á þetta ekki skilið. En fyrst Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að valta enn og aftur yfir þjóðina með yfirgangi og frekju þá verður það bara ósköp einfaldlega að bitna á Jóni Steinari. Sem er auðvitað mjög slæmt því Jón Steinar er miklu hæfari en Ólafur Börkur. En Sjálfstæðisflokkurinn valdi. Og fái Jón Steinar stöðuna þá er ljóst að flokkurinn hefur ákveðið að fara með ófriði gegn þjóðinni. Eins og hann reyndi með fjölmiðlafrumvarpið. Er kannski verið að hefna?
sunnudagur, september 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli