Það er umræða núna í gangi um auglýsingar Kennarasambandsins og málflutning kennara, að við séum að væla og fara fram á samúð. Það fannst mjög klárlega í byrjun að fólk hafði mjög lítinn skilning á kjarabaráttu kennara. Það héldu allir að kennarar hefðu samið svo vel síðast. Ég hélt það reyndar líka þangað til annað kom í ljós. Þess vegna eru þessar auglýsingar til að sýna fólki að þetta er ekki rétt, við erum á skítakaupi.
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði að kenna er hvað þetta er mikil vinna. Ég hef unnið víða og þetta er erfiðasta vinnan sem ég hef verið í. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég er svona þreytt allar helgar. Og það er ekki bara ég. Það þarf ekki nema líta yfir kennarastofuna rétt fyrir jól eða á vorin og sjá að þar eru allir á síðustu bensíndropunum.
Ég vona að ég móðgi ekki neinn þegar ég segi að 18-25 börn geta verið mjög fjörug. Maður þarf að vera vakandi fyrir öllu sem er að gerast í stofunni. Nú getur verið að fólk hlæi og hugsi: ,,Hva, alltaf er ég vakandi í minni vinnu." Ertu alveg viss? Koma aldrei nokkur augnablik þar sem þið gleymið ykkur aðeins í huganum, flettið Mogganum, farið og fáið ykkur kaffi, lendið á smá kjaftatörn? Þetta gerist ekki hjá kennurum. Við erum á tánum hverja einustu mínútu. Þar sem er mikið af börnum þar er mikill hávaði. Hafið þið unnið í hávaða?
Það eru fundaseturnar, sumar hverjar vitatilgangslausar og ég er ekki einu sinni byrjuð í endurmenntuninni. Og svo þarf að undirbúa kennsluna. Það eru mjög margir sem hreinlega skilja þetta ekki. Og þá erum við byrjuð að tala um talsvert ósýnilega vinnu. Jú, auðvitað get ég setið uppi í skóla og búið til tímaáætlun, ég geri það iðulega. En svo dettur manni í hug heima hjá sér að það gæti verið skemmtilegra eða betra að gera þetta öðruvísi eða eitthvaðð sem hægt er að gera seinna. Þá byrjar maður að fletta í bókum eða leita á netinu eða setja niður nýja áætlun.Ég er nefnilega alltaf að hugsa um kennsluna. Ég hélt að það væri af því að ég er tiltölulega nýbyrjuð en heyri að hinir kennararnir eru svona líka.
Svo er ákveðið að það eigi að vera skóli fyrir alla. Það er mjög falleg hugsun og alveg er ég hlynnt öllu sem heitir víðsýni og fordómaleysi. En hvað þegar nemendurnir með námserfiðleikana og hegðunarvandann eru orðnir hluti af 25 manna bekk? Getur kennarinn sinnt öllum? Ætli að mesta púðrið fari í þann sem er með mestu lætin? Hverjir sitja þá á hakanum? Meirihluti bekkjarins kannski?
Svo kemur Fræðslumiðstöð líka með þetta einstaklingsmiðaða nám sitt kjaftæði. Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, ég vinn ekki tuttuguogfimmfalda vinnu á einföldu skítakaupi. Það kemur væntanlega á óvart en ég er hlynnt einstaklingsmiðaðri námsskra, hún gengur bara ekki upp í bekkjarkerfi.
Og nú ætla ég að hætta mér inn á hættusvæði. Sumir foreldrar eru ekkert í lagi. Ég veit um kennara sem þurfti lögreglufylgd í skólann vegna hótana. Ég veit um kennara sem hafa fengið kæruhótanir. Flestallir kennarar lenda í því einhvern tíma á sínum kennsluferli að fá foreldri upp á móti sér og þurfa að sitja undir svívirðingum, hótunum og klögunum. Og kennarar hafa engan rétt. Við verðum bara gjöra svo vel að sitja undir þessum viðbjóði. En við skulum hafa það á hreinu að 99.5% foreldra eru hið besta fólk.
Fyrst ég er byrjuð að tala um foreldra. Ég er mjög hlynnt foreldrasamstarfi og hef átt gott samstarf við foreldra. Það er alltaf best þegar kennarar og foreldrar geta unnið saman að velferð nemenda. Þetta tekur engu að síður dálítinn tíma. Mér finnst það alveg þess virði en mér finnst líka að það megi alveg taka tillit til þess. Samstarfskennari minn einn lýsti því að hann hefði opnað tölvupóstinn sinn rétt fyrir háttinn og þar hefði verið bréf frá foreldri. Hann var byrjaður að svara þegar hann áttaði sig á því að þetta var vinna.
Svo eru hlutir mismunandi eftir skólum. Í fyrra var ákveðið að vinna öll mál á einstaklingsgrunni. Það er hvatningarkerfi svo það eru ansi margir punktar sem maður getur þurft að færa inn í Stundvísi. Þá er líka hægt að gera skólasóknarsamning. Það er nú bara heljarmikil bókhaldsvinna.
Að endingu.
Ég heiti Ásta Svavarsdóttir.
Ég er 34 ára.
Eftir fjögurra ára Háskólanám (BA í bókmenntafræði og kennsluréttindi) er ég með 191.000 í grunnlaun.
(Tvöfalt leyfisbréf + 3 pottar vegna teymisvinnu m.a.)
Í fyrra sá ég um félagsstarf nemenda og var að meðaltali með 5 yfirvinnutíma í viku plús 5 umframkennslutíma.
Ég fékk útborgað 175.000 á mánuði.
Ég er kennari.
þriðjudagur, október 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Lastu ekki forsendurnar? Við erum að tala um fulla vinnu plús 40 yfirvinnutíma á mánuði. Já, ég er ósátt við þau laun.
SvaraEyðaJá, mér finnst ég líka oft vera alltaf í vinnunni.
SvaraEyðaHrunsla skvís, ég er kannski meira að tala almennt en ekki að vísa í eigin reynslu en jú, það eru oft dálítil læti í krökkunum!
Vona að þú og allir hinir krakkarnir hafi það gott.
Með góðri kveðju, Ásta.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyðaÉg er náttúrulega eini félagsstarfskennarinn og þ.a.l. sá eini sem hefur þetta mikla yfirvinnu.
SvaraEyðaMikið hlýtur þinn launagreiðandi að vera ánægður með nægjusemi þína. Vinkona mín vann að vísu í tölvudeild hjá banka og fékk mun hærri laun en ég. Svo ég hef grun um að þótt þú sért minna menntaður en ég þá sértu nú samt að fá mun hærri laun. Það eru yfirleitt fólkið með hærri launin sem skilur ekkert í ósætti okkar.
En þú ert sem sagt með hærri laun. Segir allt sem segja þarf.
SvaraEyðaog bíddu líka aðeins Matti!
SvaraEyðaþessir níu tímar á dag eru bara þetta skráða. Kennarar eru (amk þeir sem eru með umsjónarbekk) alltaf á vakt, hringt í þá af foreldrum langt fram á kvöld, þá eru áhyggjur af krökkunum sem gengur illa þrátt fyrir góðan vilja, krökkunum sem eru frá brotnum heimilum og líður illa, jafnvel að detta í dóp eða eitthvað! Vinkona mín, sem er SÚPER kennari þoldi ekki álagið og hætti núna í haust (góð tímasetning, reyndar...)
Nefndu mér forritara sem fer ekki heim eftir daginn og getur lokað á vinnuna (og já, ég þekki það dæmi, maðurinn minn hefur unnið við forritun og notendaþjónustu í 12 ár og er nógu góður starfsmaður til að hann gat varið sín laun frá því fyrir 3-4 árum) Get lofað þér því að hann lá ekki andvaka eina einustu nótt út af áhyggjum af vinnunni. Sem er hræðilega algengt meðal kennara.
Ég er ekki kennari, en móðir mín hefur kennt í 45 ár, ég satt að segja dáist að því hvað fólk heldur þetta út. Líka vegna þess að börnin verða ósvífnari og agalausari með hverju árinu (ekki öll, alls ekki öll, en erfiðu krakkarnir verða sífellt erfiðari)
Þetta er bara spurning um forgangsröðun. Ég, persónulega, set börnin mín 3 miklu ofar en peningana mína og er til í að borga þeim sem hjálpar mér að sjá um þau miklu betur en þeim sem er að passa peningana mína í hlutabréfum og banka, en samkvæmt því sem maður verður var við er skoðunin algerlega öfug hjá ansi stórum hluta þjóðfélagsins, því miður!
Þú tekur fram á þinni síðu að þér finnist ,,175.000.- kr á mánuði útborgað væru ekkert sérstaklega slæm kjör fyrir níu tíma vinnudag, virka daga." Af hverju tekurðu sérstaklega fram ,,virka daga"? Yfirvinna er sá tími sem er unninn utan venjulegs dagvinnutíma og skiptir engu hvort hann sé að kvöldi til virka daga eða um helgi. Helmingur minnar yfirvinnu, 20 tímar á mánuði, eru unnir að kvöldi til. En það skiptir engu máli, yfirvinnutaxtinn er alltaf sá sami.
SvaraEyðaÉg er reyndar með 10 yfirvinnutíma á viku. 5 félagsstarfstímar + 5 umframkennsluskyldutíma = 10.
SvaraEyðaEn ætli maður reyni ekki að fyrirgefa svona illa menntuðu fólki að kunna ekki að reikna.
Honey bun. Eru ekki 4 vikur í mánuðinum + 2-3 dagar? Og er þá ekki sanngjarnt að áætla að 10 yfirvinnutímar x 4 sé 40?
SvaraEyðaEn þetta er búinn að vera ágætur slagur. Ég er alveg sátt við að vera sammála um að vera ósammála. Þangað til næst, góða nótt.
að vinna samfleytt í sólarhring, vera vakinn og svara símtölum finnst mér ekki alveg sambærilegt við að vera andvaka út af áhyggjum. minn maður hefur alveg gert þetta allt saman líka, og fengið borgað fyrir það, tíminn telst um leið og maður byrjar að vinna) Semsagt, greidd vinna sem næturáhyggjur yfir nemanda eru svo sannarlega ekki! Heldur ekki foreldrasímtöl síðkvölds, ég reikna ekki með að kennarar fái þau greidd í tímavinnu...
SvaraEyðaað vinna samfleytt í sólarhring, vera vakinn og svara símtölum finnst mér ekki alveg sambærilegt við að vera andvaka út af áhyggjum. minn maður hefur alveg gert þetta allt saman líka, og fengið borgað fyrir það, tíminn telst um leið og maður byrjar að vinna) Semsagt, greidd vinna sem næturáhyggjur yfir nemanda eru svo sannarlega ekki! Heldur ekki foreldrasímtöl síðkvölds, ég reikna ekki með að kennarar fái þau greidd í tímavinnu...
SvaraEyðaókei, margir í tölvugeiranum eru með fast kaup og fá ekki greidda yfirvinnu, sama hvað þeir vinna mikið af henni. Vona að þú hafir ekki verið í þeim pakka, Matti, miðað við lýsingarnar á vinnutímanum...
Jón neitaði alltaf að skrifa undir þannig, það var alveg þrýst á það, en kom ekki til greina!
æ, hélt að fyrri hlutinn hefði ekki geymst áðan, eitthvað vesen á blogger kommentakerfinu...
SvaraEyða