Skrapp í Verkfallsmiðstöðina og hitti samkennarana. Það var ágætis pepp og gaman. Verkfallspósturinn segir frá heimsókn nokkurra kennara til Sigurðar Geirdals bæjarstjóra í Kópavogi: ,,Hann sagði að grunnskólakennarar væru með mörg hundruð þúsund á mánuði og væru illa menntaðir og gætu ekki borið sig saman við háskólamenntað fólk. Er það nema von að illa gangi við samningaborðið þegar viðsemjendur okkar eru ekki betur upplýstir en þetta?" Nei, það er ekki skrítið.
Við vorum líka að velta fyrir okkur hvað fólki væri eitthvað sama um þetta verkfall. Einn vinnufélagi stakk upp á því að það væri svo mikið að gera hjá fólki og það væri svo upptekið af sér og sínu (ekki illa meint btw) að það hefði bara hvorki tíma né áhuga á að spá í þetta. Þeir sem ættu börn kæmu þeim einhvern veginn einhvers staðar fyrir og svo mallaði þetta bara. Að það væri komið upp ákveðið andvaraleysi í þjóðfélaginu. Og ekki misskilja mig, ég er ekki bara að tala um verkfallið þótt mér finnist þetta koma mjög skýrt fram varðandi það. Það er orðið mikið eins og hver og einn sé að hokra í sínu horni og sinna sínu.
Svo koma upp umræður að fólk eigi að semja sjálft við sína vinnuveitendur og eigi ekki að þurfa að vera í verkalýðsfélögum. Ég get ekki ímyndað mér að það geti orðið til góðs. Það halda allir að hann eða þetta ,,ég" geti alltaf samið betur en náunginn.
Þetta er svona eins og með skólasjóraflokkana. Skólastjórar eru bara mannlegir eins og gengur. Hvað ef kennari er á öndverðum meiði í pólitík? Hvað ef skólastjóranum bara beinlínis líkar ekki við kennarann? Þá getur hann refsað og umbunað alveg eftir eigin hentugleika. Ég vil taka það fram að ég hef ekki heyrt um svona tilvik og mínir yfirmenn virðast skipta þokkalega réttlátt niður. En ég er auðvitað með alla þrjá pottana svo auðvitað er ég sátt.
Æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt það að þeir geta ekki verð hlutlausir og það eru ekki þeir ,,hæfustu" sem eru verðlaunaðir. Þess vegna finnst mér það vafasamt að setja það í hendur einhvers einstaklings að meta það hversu ,,hæf" ég er og hversu há laun ég á skilið. Þá vil ég frekar að það sé bundið í samninga.
fimmtudagur, október 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli