Ég lenti í smá umræðum í dag um menningu. Tilefnið var útvarpsþáttur á Sögu þar sem var verið aðtala um menningu og tveir þátttakenda höfðu farið á einhverja voða menningarviðburði. (Ég er kannski ekki alveg hlutlaus enda enn í sjokki eftir Mósaík menningarofursnobbið.) Þá vildi sá þriðji nefna til menningarviðburðinn Idol sem væri nýbyrjaður. Yfir þessu var viðmælandi minn yfir sig hneykslaður.
Ókey, ég er miður mín yfir því að Séð og heyrt sé eitt mest lesna blað landsins en ég fylgist með Idol og hef gaman af. Hvarflar samt ekki að mér að halda að það sé menningarviðburður. But then again, af hverju ekki? Þetta er samtímamenning. Samtíma-popp-menning eins og litla systir nefndi það. Það sem mér finnst vera lýsandi fyrir hugmyndir okkar um menningu er kvikmyndagagnrýni sem ég las fyrir mörgum árum um Dead Man. Gagnrýnandinn skildi ekkert í myndinni og sagði það beinum orðum. Þ.a.l. var niðurstaðan sú að myndin hlyti að vera stókostlegt listaverk! Nei, elskan, myndin er tómt djöfulsins bull.
Ég held að hugmyndir okkar um menningu og listaverk séu búin að gera menningu og listaverk okkur framandi. Við erum upptekin af einhverju uppprumpuði snobbi. Og ef einhver ,,klíka" segir að eitthvað sé listaverk þá trúir meirihlutinn því eins og nýju neti af því að hann heldur að list sé hvort sem er eitthvað óskiljanlegt. Sem er slæmt því meirihluti fólks fer á mis við öll þau stórkostlegu listaverk sem til eru í heiminum. But then again, hver segir til um það hvað sé list og hvað ekki? Ég held að maður verði að fara eftir eigin skoðun og því hvernig verkin tala til manns. Og því hljóta skoðanir á list að vera mismunandi. Ég veit það alla vega með fullri vissu að myndin Óbærilegur léttleiki tilverunnar er ekki stórkostlegt listaverk heldur klén ljósblá ræma. Ég veit það líka með fullri vissu að Milan Kundera er ekki stórkostlegur rithöfundur heldur viðbjóðslegt karlrembusvín. Og ég veit það með fullri vissu að ég vil sjá Sixtínsku kapelluna aftur áður en ég dey.
sunnudagur, október 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Auðvitað er Ædolið hluti af menningu okkar - tja, reyndar innfluttur frá Bretlandi í gegn um Bandaríkin, en hvað mikið af menningu hér á landi er svo sem alíslenskt?
SvaraEyðaMörkin milli þess sem var einu sinni kallað hámenning og lágmenning eru sem betur fer smám saman að fjara út. Fullt af poppkrökkum sem fara í tónsmíðanám (3 krakkar núna á fyrsta ári í tónsmíðadeild Listaháskólans koma beint úr poppinu). Auðvitað bera þau fortíðina með sér inn í sitt nám og nýta sína reynslu þar.
Ég er ekkert sérlega mikið fyrir Ædol pakkann, en ég er ekki þar með komin með leyfi til að segja að hann sé ómerkilegur og menningarsnauður.
Hins vegar getur maður frá hinum endanum heldur ekki sagt að eitthvað hámenningarlegt listaverk sé kjaftæði, bara vegna þess að maður skilur það ekki, eða hvað? Maður getur sagt það sem manni finnst, en ekki alhæft.
kveðja frá menningarelítunni ;-)
Það var nú ekk alveg það sem ég meinti heldur. Ég er t.d. mjög hrifin af klassískri list en það er bara minn smekkur. Mér finnst menningarumræða oft bara svo uppskrúfuð eitthvað.
SvaraEyðaOg þar getum við verið fullkomlega sammála... Ég horfi heldur aldrei á Mósaík ;-) (hef þó komið fram þar oftar en einu sinni)
SvaraEyða