laugardagur, október 16, 2004

Jáhá. Það er víst almennari skoðun en ég hélt að kennaramenntunin sé í rauninni ekki háskólamenntun. Það var verið að segja mér frá einhverri könnun sem einhverjir drengir gerðu (mér tókst blessunarlega að missa af þessu) sem gaf það til kynna að kennaranámið væri skítlétt og alveg sama prógrammið og var í gangi áður en kennaranámi var breytt í háskólanám. Svo ekki sé talað um færsluna hjá málbeininu. Ég ætla að leyfa mér af alkunnum menntahroka mínum að taka það fram að ég kem úr Háskóla Íslands svo ég á ekki hagsmuna að gæta í þessari umræðu (annarra en þeirra auðvitað að þetta er að bitna á laununum mínum).
Ég sá í kommentakerfinu hjá málbeininu:,,Orðið sem nú fer af Kennaraháskólanum, með fullri virðingu fyrir þeim sem sannarlega eiga heima og eru þar af fullum "heilindum", er að þeir sem meika ekki lögfræðina eða hagfræðina fara í stjórnmálafræði. Þeir sem gefast upp á stjórnmálafræðinni fara í Kennaraháskólann." (Ágúst Flygenring)
Ung kona sem er nýútskrifuð úr KHÍ og var að byrja að kenna í haust var að segja okkur að af því að henni gekk alltaf vel í námi og var með háar einkunnir þá var fólkið í kringum hana mjög hissa á því að hún vildi verða kennari.
Ég get eiginlega ekki séð að ef Kennaraháskólinn er í raun svona skítléttur að kennarar eigi að gjalda fyrir það. Þetta heitir Kennaraháskólinn, þetta er viðurkennt háskólanám. Fólk verður að hafa lokið stúdentsprófi til að komast inn. Svo þegar fólk hefur lokið sínu háskólanámi og er byrjað að vinna í sinni réttindavinnu þá er bara allt í einu komið: ,,Nananananaaa... Þetta er ekkert alvöru háskólanám, nanananananaaa...." Mér finnst það nú bara heldur skítt. Það hlýtur að vera á ábyrgð yfirvalda að gæta þess að það sem er boðið upp á sem háskólanám standi undir þeirri nafngift. Það er ekki hægt að koma eftir á og segja eitthvað annað.
Og í staðinn fyrir að auka þá kröfurnar í Kennaraháskólanum (og best að taka það fram núna að ég hef enga trú á að þetta sé rétt) að þá á að borga kennurum á þeim forsendum að þeir séu í raun illa menntaðir! Eigum við þá ekki bara að breyta skólanum aftur í það að vera Kennaraskóli sem þarf ekki stúdentspróf inn í. Gera hann að starfsgreinaskóla. Af hverju erum við að blekkja fólk og telja því trú um að það sé í háskólanámi þegar svo er ekki? Mér finnst reyndar eðlilegt að gera þá kröfu til fólks sem er að koma börnum til mennta að það sjálft sé menntað en mér getur svo sem skjátlast í því.

2 ummæli:

  1. Mér var sagt frá þessari könnun og þá hljómaði þetta eins og einhverjir strákar og að þetta hafi verið niðurstaðan. Það var ekki ætlunin að vera með einhverjar meiningar.
    En mér finnst þessi umræða vera farin að hljóma og vildi koma inn á þetta aðeins. Gott að fá ykkar innlegg.

    SvaraEyða
  2. Ég hef stundað nám í HÍ og KHÍ og lokið prófum úr báðum þessum háskólum. Viðurkenni alveg að mér fannst HÍ skemmtilegri en að sama skapi erfiðari. Reyndar fannst mér KHÍ frekar leiðinlegur skóli, og það var ekki fyrr en ég fór í fjarnám að mér fór að líða vel í kennaranáminu. Það skrifast auðvitað fyrst og fremst á minn karakter. En staðreyndin er samt sú að KHÍ er ár hvert að taka fullt af fólki inn sem er ekki með stúdentspróf. Launin eiga samt ekki að koma þessu við.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...