Ég og litla systir
(þetta er hún fyrir cirka 27 árum)
erum að skipuleggja ljósmyndasafn fjölskyldunnar. Ég vil skanna allt inn en hún vill líma allt inn. (Mér til talsverðrar mæðu.) Hún er búin að fela fyrir mér nokkrar myndir svo um daginn þá skannaði ég inn ljósrit af myndinni af þeim Jósefínu og Kleópötru á svölunum og myndin kom auðvitað ekki nógu vel út. (Ég vona að allir geri sér ljóst hversu alvarlegt mál þetta er.) Í kvöld kom myndin svo í leitirnar og fleiri til. Þess vegna ætla ég að birta hér með fleiri myndir úr heimsókn Kleópötru til Jósefínu dóttur sinnar fyrir 15 árum síðan.
(Já, Jósefína mín, þetta er stór heimur. Og mundu það að hafið býr yfir hundrað hættum.)
(Mamma! Leyf mér að súpa!)
þriðjudagur, mars 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli