Af því að þetta er mitt blogg og ég má skrifa um það sem mér sýnist og vera eins væmin og sjálfhverf eins og mér sýnist þá langar mig til að segja aðeins frá honum pabba mínum.
Pabbi minn var bara svona pabbi eins og gengur og maður spáir ósköp lítið í það hvernig karakterar foreldrar manns eru. En um daginn þá vorum við að tala um börn og hvenær á að láta þau vakna sjálf í skólann og bera sjálf ábyrgð á háttatíma sínum, hætta að horfa á sjónvarpið, slökkva á tölvunum og svona. Þá mundi ég eftir því að alveg langt fram eftir aldri, svei mér ef það kom ekki jafnvel fyrir eftir stúdentspróf þá passaði pabbi alltaf upp á það að vekja mig og okkur systurnar. Það er að segja ef við vöknuðum ekki sjálfar því við vorm jú með klukkur.Hann byrjaði á því að koma inn í herbergi og segja okkur hvað klukkan væri. Ef við komum okkur ekki fljótlega á lappir þá kom hann aftur inn og sagði ákveðinn: ,,Sestu upp!" Jemundur hvað ég þoldi það ekki. Og einhvern tíma hvæsti ég eitthvað á hann en man ekki hvað það var. En það var alla vega mjög sjaldgæft að við svæfum yfir okkur.
Þegar ég var að rifja þetta upp þá mundi ég líka að pabbi hafði þann sið að fara alltaf síðastur að sofa. Ég spáði náttúrulega ekkert í það á þeim tíma en sé það núna að hann var að passa upp á okkur, gæta þess að allir væru komnir í ró og ekki að vaka fram eftir.Það var ekki fyrr en ég var komin í menntaskólann og var kannski að lesa undir próf að pabbi færi að sofa þótt ég vekti fram eftir.
Hann faðir minn hafði þann eiginleika að vera alltaf með manndrápssvip a öllu myndum
en hann er ágætur hér með múttu einhvers staðar úti í heimi. Hann er líka með Churchill vindilinn uppi í sér sem var einkennandi fyrir hann og hefur vafalítið átt stóran þátt í krabbameininu sem lagði hann að velli 1996 þegar hann var rétt orðinn 55 ára.
En hann var nú ekki alltaf með manndrápssvip. Hér er hann lítill og sætur.
Hér er hann 18 ára í Mennaskólanum.
Skeggið er ekki alveg vaxið saman. Amma Didda fullyrti að hann haefði verið kallaður shake-inn frá Siglufirði af því hann þótti svo sætur! Ég veit nú ekki um það eða hvort þetta hafi verið móðurástin. Hverjum þykir sinn fugl fagur...
föstudagur, mars 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli