Við kennararnir sem fóru í skíðaferðalag vorum að fylla út vinnuskýrsluna. Þegar maður fer í dagsferð þá fær maður borgaða 12 tíma en þegar maður gistir þá fær maður borgaða 15 tíma. Og frá þessum 15 tímum dregur maður kennslustundirnar. (Bara svo það sé á hreinu, engin tvíborgun í gangi.) Það sem ég er ekki alveg sátt við er að við fáum ekkert borgað fyrir næturnar. Ég skil ekki alveg hvernig á að að skilja það. Er ég þá ekki að vinna frá 23:10 til 8:10 daginn eftir? Hefði ég kannski bara mátt fara heim yfir nóttina? Áttum við bara að hætta að passa upp á hlutina klukkan 23:10 og bara fara að sofa? Ekkert að skipta okkur af því að það væri hávaði og læti og sumir að halda vöku fyrir þeim sem vildu sofa? Og börnin sem veiktust sitt hvora nóttina, áttum við ekkert að sinna þeim? Eða er það bara sjálfsagt og eðlilegt að við vinnum kauplaust? Gefum okkur það að við hefðum getað sofið, sem við gátum ekki, við hefðum samt vaknað upp ef það væru læti. Við hefðum verið vakin ef eitthvað hefði komið upp á, eins og gerðist. Flokkast þetta þá ekki alla vega undir að vera á bakvakt? Og fær fólk ekki almennt borgað fyrir það að vera bakvakt?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir