þriðjudagur, apríl 26, 2005

Eins og alþjóð veit þá er búið að vera yndislegt veður í dag. Og alþjóð veit það líka að kennarar vinna aldrei neitt svo það kemur væntanlega engum á óvart að ég er búin að vera úti að leika mér í mestallan dag. Ég stóð mig alveg frábærlega í fótboltanum, náði meira að segja að skora mark þegar strákarnir leyfðu okkur að skora. Hey, come on, hálffertug, búttuð kona með astma. Hins vegar er það ljóst að ég er með alvarlega snú-snú fötlun. Ég gat aldrei neitt í snú-snú þegar ég var krakki heldur sneri alltaf. Eftir mikla hvatningu í dag þá gerði ég heiðarlega tilraun og veit nú í hverju vandinn felst. Ég kann ekki að fara út. Flækti mig tvisvar í bandinu og í annað skiptið flaug ég endilöng eftir gervigrasinu á Leiknisvellinum. Við vorum með alla þrjá áttundu bekkina úti og níundu bekkirnir voru líka úti í íþróttum. Flugið vakti að vonum mikla kátínu. Þannig að nú ætla ég að fá mér snú-snú band og æfa mig á kvöldin.

5 ummæli:

 1. Hvaða ofnæmislyf varstu með áður?? Ég er með frjórkornaofnæmi og þarf að fara að redda mér einhverjum pillum.

  SvaraEyða
 2. Polaramin 6mg depot. Ágætis lyf alveg. Hins vegar á þetta Aerius að virka betur á frjókornaofnæmi. Svo er auðvitað bara mismunandi hvað hentar hverjum.

  SvaraEyða
 3. mega krakkar taka það líka? mín 13 ára er með frjókornaofnæmi, hefur aldrei tekið neitt...

  SvaraEyða
 4. uuu, var ekki búin að skoða linkinn hjá þér, sé þetta núna.

  SvaraEyða
 5. Hehehe ég á við svipaða fötlun að stríða. Get alveg séð þig fyrir mér í snú-snúinu.

  SvaraEyða