fimmtudagur, apríl 28, 2005

Fór með bílinn í skoðun í dag. Hann flaug í gegn athugasemdalaust. Ég sagði við skoðunarmanninn að þetta væri bara í fyrsta skipti sem ég ætti bíl sem færi athugasemdalaust í gegnum skoðun. ,,Er þetta í fyrsta skipti sem þú átt Subaru?" spurði hann þá. Já, reyndar. Ég virðist hafa rambað á rétt.
En alla vega. Á meðan ég beið eftir skoðuninni þá skrapp ég í verslunina Hjá Hirti. Eins og eighties börnin muna þá var sú verslun mjög ,,in" á sínum tíma og má nú muna fífil sinn fegurri. Engu að síður tókst mér að eyða peningum þarna eins og á flestum stöðum öðrum þessa dagana. Og ekki nóg með það heldur fann dálítð (veit ekki alveg hvað ég á að kalla það) sem ég hef leitað að. Þegar Helga kenndi mér í Langholtsskóla þá hékk uppu á vegg hjá henni svona heilræði um uppeldi barna og þessu hef ég verið að leita að. Það sem stendur á myndinni sem ég keypti Hjá Hirti er svohljóðandi á útlenskunni:

Children learn as they grow

If a child lives with criticism,
He learns to condemn.
If a child lives with hostility,
He learns to fight.
If a child lives with ridicule,
He learns to be shy.
If a child lives with shame,
He learns to feel guilty.
If a child lives with tolerance,
He learns to be patient.
If a child lives with encouragement,
He learns confidence.
If a child lives with praise,
He learns to appreciate.
If a child lives with fairness,
He learns justice.
If a child lives with security,
He learns to have faith.
If a child lives with approval,
He learns to like himself.
If a child lives with acceptance and Friendship,
He learns to find love in the world.


Ég ákvað að lata það ekki fara í taugarnar á mér allt þetta ,,he" og ætla hengja þetta upp í stofunni minni.

PS. Þessi útgáfa er líka fín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...