mánudagur, apríl 25, 2005

Ókey, í fyrsta lagi: Hvar er Survivor!!! Ég er mætt á réttum tíma!

En fyrst ég þarf að bíða þá get ég sagt frá hinum æsispennandi atburðum í viðburðaríku lífi mínu. Ég fékk nýju ofnæmislyfin í dag. Þau eru rándýr svo ég er hálfpartinn að vona að þau virki ekki.Ef þau virka betur þá er það hið besta mál því maður á ekki að verða eins syfjaður af þeim og þessum gömlu. Ég er að vísu orðin vön þessum gömlu en ég get alveg þolað það að vera hressari.
Megrunin byrjaði ekki vel. Ég fékk aðsvif í hádeginu af blóðsykursfalli! Fékk eitthvað svona ,,yfir mig". Mjög undarlegt. Létt AB mjól með weetabix í morgunmat og svo ekkert fyrr en klukkan 12:40 gengur greinilega ekki. Svo diskur af hafragraut er kominn inn í planið klukkan hálftíu. Mér finnst hafragrautur góður svo það er allt í lagi.
Að öðru leyti bara ágætt. Það er að koma sumar. Það er enn þá bjart yfir:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...