mánudagur, júlí 25, 2005

Brá mér í hestarúnt með litlu systur í gær. Það þurfti að fara með þessa dömu og folaldið hennar
Glóey og Glaumur
til stóðhests. Glaumur litli á sem sagt að eignast lítið systkini næsta sumar. Fyrir á hann systurina Gleði.
Vatnskassinn á jeppanum gaf sig svo við tókum sénsinn á Subarunum mínum og það gekk vel. Massagræja!
Í dag fórum við svo í heimsókn til hinna hestanna sem eru algjörar brauðbykkjur! Við komum auðvitað alltaf með brauð og þetta er iðulega sjónarhornið.

,,Hvað er brauðið? Já, komdu með það."
Röskvu finnst brauð rosagott og leitar helst í vösunum a manni. Hún væri tilvalinn sirkushestur því hún er ótrúlega klár litlu systur til mikillar mæðu því hún skrúfar frá vatnsinntökum og setur allt á flot. Hún var sett á bás um daginn og spýtu rennt fyrir. Mín kerling var svo að dunda sér við að ýta spýtunni í burtu. Það þurfti að renna henni út á hlið og Röskva var alveg með það á tæru.
Röskva megabeib
Litla systir og Röskva að spjalla saman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...