Í dag er fjölskyldudagurinn okkar. Mamma á afmæli, foreldrar okkar giftu sig fyrir 40 árum og við systurnar vorum allar skírðar þennan dag. Það skal samt viðurkennt að ég hef ekki enn keypt afmælisgjöf fyrir mútter. Ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gefa henni. Blóm og konfekt?
Fengum okkar rúnt út fyrir Selfoss að kíkja á hryssurnar, þær eru hjá sitthvorum stóðhestinum. Annar er frekur og stjórnar með ægivaldi, var búinn að skipta hryssunum í tvo hópa eftir einhverri reglu sem enginn þekkir nema hann. Hinn er þriggja vetra og virðist ekki alveg fatta þetta. Bara ægilega gaman að vera með fullt af hryssum úti í haga. Elti okkur síðan út um allt, mjög mannelskur greinilega.
Það var dálítil umferð bæði úr í bæinn og mikil þoka á heiðinni.
Var að skoða þennan lóðaúthlutunarlista. Er ekki óvenju hátt hlutfall af þekktum nöfnum þarna?

Ummæli

  1. Jú, ekki spurning.
    Við sóttum um lóð en erum ekki hvorki rík né fræg og sennilega ekki nógu ung heldur!

    SvaraEyða
  2. Hvar er þennan lista að finna?

    SvaraEyða
  3. Hann er í Morgunblaðinu í dag. (Laugardag.)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir