sunnudagur, júlí 24, 2005

Ekkert sólbað í dag. Ágætt, ég brann pínulítið í gær. Fer í hestasmölun í staðinn.
Eins sorglegt og hræðilegt það var að þessi maður skyldi vera skotinn í London þá skil ég lögregluna. Ef hann hefði verið hryðjuverkamaður þá hefði hann getað tekið fullt af fólki með sér. Lögreglan gat ekki tekið sénsinn á því. Ef ég væri í London núna þá myndi ég egra allt sem lögreglan segði mér að gera.
Eru þessar fyrirhuguðu aðgerðir vörubílstjóra ekki að bitna á röngum aðilum? Væri ekki nær að liggja á flautunni fyrir framan Alþingishúsið eða eitthvað svoleiðis?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...