miðvikudagur, júlí 27, 2005

Við skelltum okkur í sveitina í dag. Systur mínar eru mjög duglegar að skrúfa saman skápa. Ég er mjög dugleg að sóla mig. (Well, tanning is a hard work.) Við ætluðum að taka Jósefínu og Snotru með en fundum ekki Jósefínu.
Aldursdrottningin
(Jósefína er alltaf í útilegu á svölunum þessa dagana.)
Svo Snotru var kippt með. Það var svo heitt í bílnum að hún var með munninn opinn alla leiðina og mótmælti hástöfum. Snotra er með einhvern undarlegan kattasjúkdóm í stóru, bleiku eyrunum sínum. Hún fær brúna bletti sem geta orðið alvarlegt mál. Svo þegar það er sól þá verðum við að bera sterka sólarvörn a eyrun og Aloa Vera á kvöldin. Hún er ekki samvinnuþýð með þetta.
Alla vega. Þar sem hennar helsta hobbý þessa dagana er að sitja fyrir Kolfinnu og ráðast á hana þá kipptum við Snotru með í sveitina eins og fyrr sagði.
Fyrirsát
(Snotra í fyrirsát við svaladyrnar. Kattastiginn liggur af svölunum.)
Hins vegar finnst mér það mjög eðlilegt að Snotra og hinir kettirnir sitji fyrir og hrekki Kolfinnu því hún er hinn versti vargur. En svo er hún líka í algjöru uppáhaldi hjá mömmu! Mamma er hlaupandi út að sækja hana nánast á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Er alltaf að passa hana og skamma hina kettina. Alltaf að passa upp á að hún fái nóg að borða og fái uppáhalds matinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað.
Vargurinn
(Dekurdýrið að borða uppi á borðum!)
Aumingja Snotra réðist á hana sofandi um daginn, og átti það sko inni eftir hina svívirðulegu árás Kolfinnu á hana í vetur sem sendi hana á Dýraspítalann, btw, og mamma hundskammaði Snotru og lét eins og hún væri einhver óþekktarangi! Svo tók litla systuir Snotru mína og klippti á henni klærnar! Aumingja Snotra mín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli