mánudagur, október 18, 2004

Ég fór með litlu systur í gær að rífa glerullareinangrun úr hesthúsinu. Við höfðum vit á því að vera með grímur svo við fengjum ekki rykið í nefið en þegar maður er með grímu þá er ekki hægt að vera með hlífðargleraugu. Mig klæjar svo í augun og vibbinn sem vellur... Ætla bara ekkert að fara nánar út í það. Ég er líka öll upphleypt í andlitinu eftir þetta. En það er samt ágætt að hafa eitthvað fyrir stafni. Sem minnir mig á það að ég á enn eftir að þrífa íbúðina. Æi...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...