Þetta er skemmtileg grein og mæli ég með að fólk lesi hana. Ég þekki það úr minni vinnu að sitja á stundum á alveg vita tilgangslausum fundum þar sem heillöngum tíma er eytt í eitthvað blaður sem skilar svo engri niðustöðu.Þetta pirrar mig því þetta truflar mig frá hinni raunverulegu vinnu sem er kennslan og undirbúningurinn fyrir hana. Því þegar ég kem heim til mín þá vil ég helst leggjast upp í sófa og lesa góða bók. Eða horfa á kassann. Eða bara whatever.
Hins vegar held ég að allt þetta annríki komi til af því að fólk skilgreinir sig svo mikið út frá vinnunni sinni. Mér er minnisstætt samtal sem ég varð einu sinni vitni að. Samstarfsmaður minn er segja frá því að honum hafi seint að kvöldi til um sumar orðið það á að keyra dálítið greitt einhvers staðar úti á landi. Annar samstarfsmaður grípur andann á lofti og segir: ,,Já en, þú ert kennari. Hvurslags fyrirmynd ert þú?" Þetta þótti mér alveg magnað því samkvæmt þessu þá er ég kennari allan sólarhringinn allan ársins hring. Ég lít ekki þannig á að ég sé fyrst og fremst kennari sem gegnir nafninu Ásta. Ég er einstaklingurinn Ásta sem vinnur sem kennari.
Þá ætla ég til gamans að vitna umræðu sem kom einu sinni upp um það hverjir mættu sjást fullir niðri í bæ. Stjórnmálamenn eru náttúrulega algjört tabú og prestar og svo kennarar. Kennarar eiga nefnilega að vera góðar fyrirmyndir. Ég mótmæli þessu bara alveg eindregið. Við hljótum að átta okkur á því að fólk er bara fólk hvaða starfi sem það gegnir. Og þótt það sé ár og dagur síðan ég var full niðri í bæ síðast af þeirri einföldu ástæðu að ég er bara orðin gömul og þreytt og nenni ekki að standa í þessu þá áskil ég mér samt alveg fullan rétt til þess.
þriðjudagur, október 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Greinin sem þú vitnar í minnir mig á hvað mér finnst óstjórnlega leiðinlegt á fundum. Stundum sendi ég vinum mínum sms undir borði um það hvað mér leiðist mikið. Þeir eru nákvæmlega svona! "Ég er sammála síðasta ræðumanni" og bla bla bla.
SvaraEyða