Það varð sem sagt ofan á að vera heima og horfa á Troy. Alveg ómögulegt að fara út á meðal fólks. Það var líka allt kvenfólkið í fjölskyldunni að horfa á gæjana, nema litla frænka sem skildi bara ekkert í þessu!
Ég er algjörlega miður mín yfir meðferð Hollywood á Illionskviðu. Þetta er ekkert minna en skemmdarverk. Sagan er hreinlega skrifuð upp á nýtt! Svo skil ég ekki hvernig var hægt að sleppa goðunum svona gjörsamlega. Ég sá fyrir mér flott atriði með hjálp tækninnar. Eitthvað í anda myndaskreytingar Alex H. Blum á Ilionskviðu.
Nei, nei, guðunum er bara alveg sleppt. Mér finnst samúðin samt liggja hjá Trójumönnum og engin spurning að það er Hektor sem er mesta hetjan. Veglyndur og hugrakkur fjölskyldufaðir.
Pitt-inn brást ekki. Sá hefur verið duglegur að æfa! Man eftir því þegar ég sá hann fyrst í Thelma & Louise. Við systurnar misstum báðar kjálkana niður á gólf.
Eric Bana hefur allt til að bera sem prýtt getur æðislegan karlmann. Myndarlegur, dökkhærður og skeggjaður. Hann heillar mig samt ekki. Það er bara eitthvað. Orlando Bloom er náttúrulega bara barn, unglingsfrænku fannst gaman að horfa á hann:)
laugardagur, október 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Eric Bana er flottur. grrrrrrrr...... En Orlando Bloom var ógurlegur krakki í þessari mynd, það er alveg satt.
SvaraEyða