Mætti galvösk í kröfugöngu í dag. Var búin að dúlla mikið við spjaldið mitt og flúra bleikum hjörtum sem á stóð:
Á lausu
Á von á launahækkun
Markmiðið var svo auðvitað að troða mér fyrir framan sem flestar myndavélar og koma skilaboðunum á framfæri. En þegar ég mætti með fína spjaldið mitt á Kjarvalsstaði sem var hiitingarstaður þá réðust samkennarar mínir á mig og rifu af mér spjaldið og sögðu: ,,Nei, Ásta! Þetta er ekki svona kröfuganga!" Ég er sko bara sorrý, svekkt og sár. Þau voru bara öfundsjúk út í fína spjaldið mitt. Að vísu sá ég það síðan að þetta var ágætt því vegna kulda þá þurfti ég að dúða mig frekar mikið og fann enga húfu aðra en þessa rauðu og hún er frekar óflatterandi. Ég var að vísu í fínu, fínu vetrarkápunni minni en í þykkri peysu undir og með trefil svo ég leit í rauninni út eins og tunna með rauðum tappa. Svo það var kannski bara gott að þau skyldu taka af mér spjaldið fyrst ég tók mig ekki nógu vel út.
Kröfugangan var fjölmenn og fundurinn mjög góður. Þetta var miklu betra en 1. maí gangan sem var í rauninni bara fámenn líkfylgd verkalýðsbaráttu í landinu. Að öðrum ólöstuðum þá var Jón Pétur Zimsen laaaangbestur. Alvöru verklýðsforkólfur sem hélt þrumuræðu. Ég held að ég hafi heyrt þrumuræðu í fyrsta skipti á ævinni. Sem er auðvitað bara sorglegt og segir okkur mikið um pólitík nútímans sem er upplituð af ímyndunarhönnuðum. Never, ever rock the boat. Alltaf að vera litgreindur, mellow og yfirvegaður. Engar ástríður, ekki vera annt um neitt. Ég er stolt af því að vera grunnskólakennari og tilheyra alvöru verkalýðsfélagi.
Áfram, áfram, áfram kennarar!
Áfram, áfram, áfram kennarar!
Við bökkum ekki baun!
Hærri laun!
Þetta var að þróast í gegnum gönguna. Veit því miður ekki hverjir eiga heiðurinn að því.
miðvikudagur, október 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli