Hef ekki enn náð að horfa á Troy. Það var svo yndislegt veður í dag að ég þáði að fara í hestaskoðunarferðalag. Þá liggur auðvitað beint við að horfa á hana í kvöld en það er skyldumæting í partí í kvöld. Hmmmm... Þetta er ægileg dilemma.

Ólafur Proppé sagði í fréttunum áðan að honum fyndist í sjálfu sér eðlilegt að fólk fjárfesti í menntun sinni og sækti sér síðan hærri laun á vinnumarkaði. Á fólk að fá borgað fyrir menntun?! Þvílíkur menntahroki!

Skv. Daníel þá eru háskólamenntað fólk á almennum markaði með 370 þús. í laun og framhaldsskólakennarar með 330 þús. Ég þarf greinilega að athuga minn gang eitthvað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir