Láðist að nefna það í síðustu færslu að ofnæmið fer alveg ofboðslega í taugarnar á mér líka. Það hamlar því að ég geti lifað eins og ég vil lifa. Ég get ekki haft gæludýr inni á heimilinu og þegar ég heimsæki hesthúsið þá fer allt í voll. Ég er ennþá með einhvern vibba í augunum eftir glerullina.
Ef ég hefði vitað að verkfallið myndi dragast svona á langinn þá hefði ég ekki gert það sem ég gerði þegar ég gerði það því þá hefði ég kannski getað fengið vinnu í verkfallinu. Hins vegar gerði ég það sem ég gerði þegar ég gerði það til þess að ég myndi ekki fara að vinna í verkfallinu því þá myndi mér bara halda áfram að líða eins og mér leið. Og það var ekki gott. Mér líður að vísu ekkert betur núna en veit þó að það verður betra og það er alltaf ágætt að vita það.
Búin að skrá mig á námskeið um sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn. Hlakka til.
þriðjudagur, október 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Æ, er ekki súrt að geta ekki verið með kisu? Hingað flutti ein lítil í sumar og ég skil núna ekki hvers vegna í ósköpunum við vorum ekki búin að fá okkur kött fyrir lifandis löngu (jú, ókei, meðan Finnur var í lungnabólguveseninu máttum við það náttúrlega ekki...)
SvaraEyðaJú, það er ferlega fúlt. En kisustelpan mín fór í fóstur til mútter og hinna kattanna og hefur það fínt. Ég get heimsótt hana þar, ofnæmið er sem betur fer ekki svo slæmt.
SvaraEyða