Ásmundur fer fram á að verkfalli verði frestað svo kennarar og börn finni þefinn af kræsingum hins venjulega lífs. Það vita það allir að það er erfitt að fara aftur. Það myndast sundurlyndi hópnum eins og hefur sýnt sig á spjallrásinni. Eins og áður sagði þá verða börnin og foreldrarnir mjög óhressir ef verkfallið skellur á aftur. Og það er einmitt málið. Tillagan er ekki góð, nánast sú sama og samninganefndin hafnaði um daginn. Svo af hverju var samþykkt að fresta verkfalli? Jú, það er búið að vara núna í sex vikur og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn er að verða búinn en það eru mánaðarmót. Aha! Ef verkfallinu er frestað þá fá kennarar útborgað og aðeins hægt að spara verkfallssjóðinn. Og ekki nóg með það. Þessi eina vika sem verður kennd er vetrarfrísvikan, lögboðaður frítími kennara og nemenda. Ef Fræðsluráð vill endilega láta kenna, sem það vill, þá verður að borga kennurum yfirvinnu alla dagana. Þetta væri alveg verulega flott refskák ef peðin væru ekki 45.000 börn.
Hins vegar hef ég heyrt því fleygt að við fáum ekki útborgað. Þrátt fyrir að mér finnist plottið dálítið rosalegt þá held ég að sveitafélögunum sé nú ekki stætt á því. Þetta var útspil viðsemjenda okkar, þeir verða bara að taka mótleiknum þótt þeir hafi leikið af sér.

Annað sem ég heyrði um daginn. Ég vissi að síðustu samningar hefðu verið samþykktir með naumum meirihluti. Það var veriðað segja mér að sá meirihluti hefði verið 51%. Það vill svo fáránlega til að skólastjórnendur sem eru á hærri launum eru atkvæðisbærir og leiðbeinendur einnig sem eru oft bara tímabundið í kennslu. Þá voru síðustu samningar mjög góðir fyrir eldra fólkið. Faðir einnar var að fara á eftirlaun og þessi samningur hentaði því fólki mjög vel. Þannig að þessi ,,góði" samningur síðast var kosinn yfir kennara af fólki sem þurfti ekki að vinna eftir honum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir